Bradford: Fékk góðar fréttir frá læknunum og verður með í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2009 18:30 Nick Bradford í síðasta leik með Grindavík á móti ÍR. Mynd/Rósa Nick Bradford hefur fengið leyfi frá læknum til þess að spila með Grindavík í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta en kappinn lenti í því að það leið yfir hann eftir að hann fékk sprautu hjá lækni í vikunni. „Ég vissi ekki hvort ég gæti verið með í fyrsta leiknum en ég fékk góðar fréttir frá læknunum og allt er í góðu lagi," sagði Nick sem hefur hugsað vel um sig og fer alltaf árlega í læknisskoðun. „Mér var brugðið eins og öðrum. Ég ætlaði bara að fara að fá sprautu en svo svimaði mér og það leið yfir mig," lýsir Nick Bradford og bætir við. "Mér líður miklu betur núna og hlakka bara til að fara að spila." Bradford hefur aldrei lent í svona áður en það skipti mestu máli að læknarnir gátu fullvissað sig um að það væri allt í lagi með hjartað en það leið yfir hann þegar blóðþrýstingur hans datt skyndilega niður. „Ég hef nefbotnað nokkrum sinnum en hef aldrei lent í einhverju eins og þessu. Ég þakklátur að ekki fór verr og er jafnframt tilbúinn að gleyma þessu. Það eina sem minnir mig á þetta er að sjá sporin á hökunni þegar ég kíki í spegil," sagði Nick Bradford sem þurfti að láta sauma 12 spor í hökuna sína og laga nokkrar tennur sem duttu út. Framundan eru leikir á móti Snæfelli sem vann eins stigs sigur á Grindavík í deildinni á dögunum. „Ég spilaði ekki vel í síðasta leik á móti þeim og ætla að bæta það. Við vitum að við þurfum að gefa rétta tóninn í fyrsta leiknum í seríunni og sýna að við erum tilbúnir og ætlum okkur lengra," segir Nick sem var ánægður með einvígið á móti ÍR sem Grindavík vann 2-0 og varð fyrsta liðið til þess að tryggja sig inn í undanúrslitin. „Þetta voru ekki léttir leikir á móti ÍR. Við komum bara einbeittir til leiks og spiluðum vel varnarlega. Við vorum að spila bestu vörnina sem við höfum spilað síðast mánuðinn. Vörnin skiptir okkur öllum máli því við getum sett boltann í körfuna. Við verðum bara að halda einbeitingunni í vörninni," segir Nick. Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Nick Bradford hefur fengið leyfi frá læknum til þess að spila með Grindavík í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta en kappinn lenti í því að það leið yfir hann eftir að hann fékk sprautu hjá lækni í vikunni. „Ég vissi ekki hvort ég gæti verið með í fyrsta leiknum en ég fékk góðar fréttir frá læknunum og allt er í góðu lagi," sagði Nick sem hefur hugsað vel um sig og fer alltaf árlega í læknisskoðun. „Mér var brugðið eins og öðrum. Ég ætlaði bara að fara að fá sprautu en svo svimaði mér og það leið yfir mig," lýsir Nick Bradford og bætir við. "Mér líður miklu betur núna og hlakka bara til að fara að spila." Bradford hefur aldrei lent í svona áður en það skipti mestu máli að læknarnir gátu fullvissað sig um að það væri allt í lagi með hjartað en það leið yfir hann þegar blóðþrýstingur hans datt skyndilega niður. „Ég hef nefbotnað nokkrum sinnum en hef aldrei lent í einhverju eins og þessu. Ég þakklátur að ekki fór verr og er jafnframt tilbúinn að gleyma þessu. Það eina sem minnir mig á þetta er að sjá sporin á hökunni þegar ég kíki í spegil," sagði Nick Bradford sem þurfti að láta sauma 12 spor í hökuna sína og laga nokkrar tennur sem duttu út. Framundan eru leikir á móti Snæfelli sem vann eins stigs sigur á Grindavík í deildinni á dögunum. „Ég spilaði ekki vel í síðasta leik á móti þeim og ætla að bæta það. Við vitum að við þurfum að gefa rétta tóninn í fyrsta leiknum í seríunni og sýna að við erum tilbúnir og ætlum okkur lengra," segir Nick sem var ánægður með einvígið á móti ÍR sem Grindavík vann 2-0 og varð fyrsta liðið til þess að tryggja sig inn í undanúrslitin. „Þetta voru ekki léttir leikir á móti ÍR. Við komum bara einbeittir til leiks og spiluðum vel varnarlega. Við vorum að spila bestu vörnina sem við höfum spilað síðast mánuðinn. Vörnin skiptir okkur öllum máli því við getum sett boltann í körfuna. Við verðum bara að halda einbeitingunni í vörninni," segir Nick.
Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira