Handbolti

Hafnarfjarðarliðin unnu bæði góða útisigra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir lék vel með FH fyrir norðan.
Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir lék vel með FH fyrir norðan. Mynd/www.fh-ingar.is

Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH unnu í dag góða útisigra í N1 deild kvenna í handbolta. Haukakonur unnu sinn fjórða sigur í röð þegar liðið sótti tvö stig í Digranes og unnu heimastúlkur í HK 34-25. FH vann 39-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan.

HK-konum tókst að halda Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur í 7 mörkum í leiknum en Hanna skoraði 44 mörk í þremur síðustu leikjum Haukaliðsins á undan þessum. Hanna var samt markahæst hjá Haukum en Ramune Pekarskyte skoraði 6 mörk.

Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skoraði ellefu mörk fyrir FH-liðið sem kláraði norðanstúlkur með góðum seinni hálfleik þar sem liðið skoraði 21 mark.

HK-Haukar 24-34 (10-18)

Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 10, Gerður Arinbjarnar 4, Lilja Lind Pálsdóttir 2, Elísa Ósk Viðarsdóttir 2, Elva Björg Arnarsdóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Tinna Rögnvaldsdóttir 1, Líney Rut Guðmundsdóttir 1, Guðrún Erla Bjarnadóttir 1.

Mörk Hauka: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 7, Ramune Pekarskyte 6, Nína B. Arnfinnsdóttir 4, Erna Þráinsdóttir 3, Þórunn Friðriksdóttir 3, Þórdís Helgadóttir 3, Tinna Barkardóttir 2, Karen H. Sigurjónsdóttir 2, Agnes Ósk Egilsdóttir 2, Erla Eiriksdóttir 1, Ester Óskarsdóttir 1.

KA/Þór-FH 30-39 (15-18)

Mörk KA/Þór: Emma Havin Davoody 8, Martha Hermansdóttir 8, Arna Valgerður Erlingsdóttir 6, Inga Dís Sigurðardóttir 3, Ásdís Sigurðardóttir 3, Katrín Vilhjálmsdóttir 1, Unnur Ómarsdóttir 1.

Mörk FH: Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 11, Birna Íris Helgadóttir 7, Berglind Ó Björgvinsdóttir 6, Birna Berg Haraldsdóttir 5, Arnheiður Guðmundsdóttir 4, Ingibjörg Pálmadóttir 3, Jóna Kristín Heimisdóttir 2, Gunnur Sveinsdóttir 1.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×