26 ökumenn á ráslínu 2010 29. maí 2009 15:52 Williams er meðal liða sem sótti um að keppa á næsta ári ásamt 13 öðrum liðum. Færri komast að en vilja. Mynd: Getty Images Miðað við þær umsóknir sem FIA hefur borist í dag um þátttöku í Formúlu 1 árið 2010 þá eru allar líkur á að 26 ökumenn verði á ráslínu á næsta ári. Ökumenn eru 20 talsins í ár. Mörg lið hafa verið í fjárhagsvandræðum síðustu ár en með samspili FIA og FOTA sem eru tiltölulega nýstofnuð samtök keppnisliða virðist hagur íþróttarinnar vera að vænkast á ný. Hátt í tíu ný lið lið sýndu því áhuga að keppa á næsta ári, en fjögur lið hafa þegar sótt um. Liðin fjögur eru öll vel þekkt í kappakstursgeiranum og menn innan þeirra með mikla reynslu. Núverandi keppnislið hafa boðist til að hjálpa nýjum liðum fyrstu skrefin, eins lengi og FIA tekur ekki í gagnið reglur sem þau hafa verið á móti. Níu lið sóttu sameiginlega um þátttöku á næsta ári og það eru lið sem hafa öll sett sig upp á móti nýjum reglum. FIA hefur frest til 14. júni til að tilkynna hvaða lið fá þátttökurétt á næsta ári, en eitt af liðunum fjórum er líklegt til að falla út, en þrjú ný bætast við. Það munar um minna í mótshaldi, flutningum og skipulagi að sex bílar og ökumenn bætist við á næst ári og ólklegt að aukið svigrúm verði til að veita fjórða liðinu aðgang. Meira um málið Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Miðað við þær umsóknir sem FIA hefur borist í dag um þátttöku í Formúlu 1 árið 2010 þá eru allar líkur á að 26 ökumenn verði á ráslínu á næsta ári. Ökumenn eru 20 talsins í ár. Mörg lið hafa verið í fjárhagsvandræðum síðustu ár en með samspili FIA og FOTA sem eru tiltölulega nýstofnuð samtök keppnisliða virðist hagur íþróttarinnar vera að vænkast á ný. Hátt í tíu ný lið lið sýndu því áhuga að keppa á næsta ári, en fjögur lið hafa þegar sótt um. Liðin fjögur eru öll vel þekkt í kappakstursgeiranum og menn innan þeirra með mikla reynslu. Núverandi keppnislið hafa boðist til að hjálpa nýjum liðum fyrstu skrefin, eins lengi og FIA tekur ekki í gagnið reglur sem þau hafa verið á móti. Níu lið sóttu sameiginlega um þátttöku á næsta ári og það eru lið sem hafa öll sett sig upp á móti nýjum reglum. FIA hefur frest til 14. júni til að tilkynna hvaða lið fá þátttökurétt á næsta ári, en eitt af liðunum fjórum er líklegt til að falla út, en þrjú ný bætast við. Það munar um minna í mótshaldi, flutningum og skipulagi að sex bílar og ökumenn bætist við á næst ári og ólklegt að aukið svigrúm verði til að veita fjórða liðinu aðgang. Meira um málið
Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira