Lífið

Högni grínast fyrir Snorra

Verður með grín Högni í Hjaltalín verður með fyrsta sólógiggið í kvöld.
Verður með grín Högni í Hjaltalín verður með fyrsta sólógiggið í kvöld.

Snorri Helgason heldur útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Upphaflega stóð til að Ríó tríóið og Sigríður Thorlacius og Heiðurspiltar myndu hita upp, en Sigríður forfallaðist. Þá kom félagi hennar í Hjaltalín, kammergoðið Högni Egilsson, sterkur inn og var vélaður til að hlaupa í skarðið.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem fram einn og ég veit satt að segja ekkert hvað ég ætla að gera. Ég ákveð það bara í dag,“ segir Högni, fremur skelfdur. „Ég held ég verði bara með einhver grínlög. Ekki uppistand kannski, en eitthvert grín bara.“

Hann segir sólóferil ekki í pípunum enda gengur pípandi vel með Hjaltalín. Platan Terminal, sem hefur fengið glimrandi góða dóma, seldist upp á fáum dögum. „Upplagið seldist miklu hraðar en við áttum von á,“ segir Högni. „Öll eintökin fóru í fyrstu vikunni og platan var ekki fáanleg í viku. Nú er víst búið að redda þessu, sem betur fer.“- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.