Körfubolti

Stjörnumenn verða á toppnum um jólin eftir sigur á Blikum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Justin Shouse og félagar fara í fríið á toppnum.
Justin Shouse og félagar fara í fríið á toppnum. Mynd/Vilhelm
Stjörnumenn tryggðu sér toppsætið í Iceland Express deildar karla með 74-89 sigri á Breiðabliki í Smáranum í kvöld. Stjarnan er með jafnmörg stig og bæði Njarðvík og KR en ofar á innbyrðisviðureignum.

Blikar héldu í við Stjörnumenn í fyrsta leikhluta og staðan var 20-20 eftir hann. Stjörnumenn voru komnir með sjö stiga forskot í hálfleik, 34-41, og stungu síðan af í upphafi seinni hálfleiks.

Blikar náðu að koma aðeins til baka og minnkuðu muninn í níu stig, 55-64, fyrir lokaleikhlutann. Þeir komust þó ekki mikið nær Stjörnuliðinu sem vann á endanum með fimmtán stigum.

Stjörnumenn unnu þarna sinn fjórða leik í röð eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð um miðjan nóvember-mánuð.

Breiðablik-Stjarnan 74-89 (34-41)

Stig Breiðabliks: Jonathan Schmidt 25, Jeremy Caldwell 15, Þorsteinn Gunnlaugsson 13, Aðalsteinn Pálsson 8, Hjalti Friðriksson 6, Daníel Guðmundsson 3, Gylfi Már Geirsson 2, Sæmundur Oddsson 2.

Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 25, Jovan Zdravevski 25, Fannar Freyr Helgason 10, Magnús Helgason 10, Birkir Guðlaugsson 8, Kjartan Kjartansson 7, Birgir Björn Pétursson 2, Ólafur Aron Ingvason 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×