Verkefnin eru ærin í 100 daga áætluninni Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. maí 2009 06:00 Margt gott er að finna í 100 daga áætluninni sem ríkisstjórnin nýja kynnti á sunnudag, en í honum endurspeglast vitanlega hversu ærin verkefni er við að fást. Um leið er ljóst að þarna geta haldist í hendur lausnir sem snerta fleiri en einn málaflokk. Þannig á að taka í ríkisstjórn ákvörðun um eigendastefnu og eignarhald bankanna sem mögulega kynni að verða erlent, eftir því hvernig gengur að ná samkomlagi milli nýju bankanna og kröfuhafa erlendu bankanna. Ljúka á við efnahagsreikninga nýju bankanna og endurfjármagna þá. Þessir hlutir verða illa sundur slitnir og líkast til með mikilvægari verkefnum sem við er að fást, því samskiptin við kröfuhafa bankanna (sem margir hverjir eru risastórir alþjóðabankar) ráða því að stórum hluta hvernig þjóðinni kemur til með að ganga að fjármagna sig næstu áratugina. Gangi kröfuhafarnir frá þessu samningaborði með þá tilfinningu í maganum að komið hafi verið fram við þá af ósanngirni er hætt við því að það komi til með að endurspeglast í áhættuálagi á öll erlend lán hingað næstu árin, hvort sem það eru lán til fyrirtækja, banka eða ríkisins. Allra farsælasti kosturinn í þessum samningaviðræðum væri ef erlendu kröfuhafarnir fengju yfirráð yfir nýju bönkunum, um leið og stefnt yrði á skráningu þeirra á markað á nýjan leik. Líkast til yrði þetta til að auðvelda fjármögnun þeirra og tryggja dreift eignarhald, um leið og samkeppni yrði tryggð og bætt samskipti á alþjóðavettvangi. Í hundrað daga áætlun ríkisstjórnarinnar kemur líka fram að hún ætli sér á tímabilinu að hefja viðræður við lífeyrissjóði og innlenda fjárfesta um að koma að eflingu atvinnulífs með hinu opinbera. Skráning ríkiseigna á markað, banka og félaga sem þeir hafa tekið yfir vegna skulda, er líkast til ein vísasta leiðin til að auka aðkomu lífeyrissjóða og annarra að enduruppbyggingu landsins, um leið og það yrði til að styðja við Kauphöllina sem glatað hefur hverju fyrirtækinu á fætur öðru síðustu misseri og er komin í stöðu sem líkja mætti við fyrstu ár kauphallarviðskipta hér. Þótt margir hafi tapað háum fjárhæðum í hruninu þá bíða þess á reikningum háar fjárhæðir að hér verði aðstæður þannig að óhætt þyki að virkja þá í fyrirtækjum og atvinnuuppbyggingu. Nú ríður á að ljúka við að leggja grunninn sem við ætlum að byggja á. Hluti af því er að ganga frá eignaskiptingu bankanna um leið og við lögum það umhverfi sem fyrirtækin eiga að búa við. Það verður engin uppbygging fyrr en lánakjör verða skapleg á ný. Því þarf að koma vaxtastiginu niður. Þá þurfa fyrirtækin að geta séð fram á veginn og gert áætlanir. Því þarf að liggja fyrir hvernig við ætlum hér að skipa peningamálum. Sérstakt fagnaðarefni er að ríkisstjórnin ætli að fela peningastefnunefnd Seðlabankans að fara yfir kosti og galla þess að breyta peningastefnunni, meta kostina í gjaldmiðilsmálum og gera tillögu til stjórnvalda með hliðsjón af því. Þessi vinna ætti ekki að þurfa að taka langan tíma, enda margbúið að rannsaka og ræða fram og til baka alla fleti þessara mála síðustu ár og misseri. Best væri að peningastefnunefndin kynnti niðurstöðu sína í þessum efnum þegar á næsta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans í júníbyrjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun
Margt gott er að finna í 100 daga áætluninni sem ríkisstjórnin nýja kynnti á sunnudag, en í honum endurspeglast vitanlega hversu ærin verkefni er við að fást. Um leið er ljóst að þarna geta haldist í hendur lausnir sem snerta fleiri en einn málaflokk. Þannig á að taka í ríkisstjórn ákvörðun um eigendastefnu og eignarhald bankanna sem mögulega kynni að verða erlent, eftir því hvernig gengur að ná samkomlagi milli nýju bankanna og kröfuhafa erlendu bankanna. Ljúka á við efnahagsreikninga nýju bankanna og endurfjármagna þá. Þessir hlutir verða illa sundur slitnir og líkast til með mikilvægari verkefnum sem við er að fást, því samskiptin við kröfuhafa bankanna (sem margir hverjir eru risastórir alþjóðabankar) ráða því að stórum hluta hvernig þjóðinni kemur til með að ganga að fjármagna sig næstu áratugina. Gangi kröfuhafarnir frá þessu samningaborði með þá tilfinningu í maganum að komið hafi verið fram við þá af ósanngirni er hætt við því að það komi til með að endurspeglast í áhættuálagi á öll erlend lán hingað næstu árin, hvort sem það eru lán til fyrirtækja, banka eða ríkisins. Allra farsælasti kosturinn í þessum samningaviðræðum væri ef erlendu kröfuhafarnir fengju yfirráð yfir nýju bönkunum, um leið og stefnt yrði á skráningu þeirra á markað á nýjan leik. Líkast til yrði þetta til að auðvelda fjármögnun þeirra og tryggja dreift eignarhald, um leið og samkeppni yrði tryggð og bætt samskipti á alþjóðavettvangi. Í hundrað daga áætlun ríkisstjórnarinnar kemur líka fram að hún ætli sér á tímabilinu að hefja viðræður við lífeyrissjóði og innlenda fjárfesta um að koma að eflingu atvinnulífs með hinu opinbera. Skráning ríkiseigna á markað, banka og félaga sem þeir hafa tekið yfir vegna skulda, er líkast til ein vísasta leiðin til að auka aðkomu lífeyrissjóða og annarra að enduruppbyggingu landsins, um leið og það yrði til að styðja við Kauphöllina sem glatað hefur hverju fyrirtækinu á fætur öðru síðustu misseri og er komin í stöðu sem líkja mætti við fyrstu ár kauphallarviðskipta hér. Þótt margir hafi tapað háum fjárhæðum í hruninu þá bíða þess á reikningum háar fjárhæðir að hér verði aðstæður þannig að óhætt þyki að virkja þá í fyrirtækjum og atvinnuuppbyggingu. Nú ríður á að ljúka við að leggja grunninn sem við ætlum að byggja á. Hluti af því er að ganga frá eignaskiptingu bankanna um leið og við lögum það umhverfi sem fyrirtækin eiga að búa við. Það verður engin uppbygging fyrr en lánakjör verða skapleg á ný. Því þarf að koma vaxtastiginu niður. Þá þurfa fyrirtækin að geta séð fram á veginn og gert áætlanir. Því þarf að liggja fyrir hvernig við ætlum hér að skipa peningamálum. Sérstakt fagnaðarefni er að ríkisstjórnin ætli að fela peningastefnunefnd Seðlabankans að fara yfir kosti og galla þess að breyta peningastefnunni, meta kostina í gjaldmiðilsmálum og gera tillögu til stjórnvalda með hliðsjón af því. Þessi vinna ætti ekki að þurfa að taka langan tíma, enda margbúið að rannsaka og ræða fram og til baka alla fleti þessara mála síðustu ár og misseri. Best væri að peningastefnunefndin kynnti niðurstöðu sína í þessum efnum þegar á næsta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans í júníbyrjun.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun