Lífið

Daryl vill enga plastbolla

Náttúruverndarsinni
Daryl Hannah vonast til að fólk fari að verða meðvitaðra um umhverfi sitt.
Náttúruverndarsinni Daryl Hannah vonast til að fólk fari að verða meðvitaðra um umhverfi sitt.

Daryl Hannah vill að allir hætti að nota plastbolla. Leikkonan, sem er 49 ára, er mikill náttúruverndarsinni og hefur nokkrum sinnum verið handtekin fyrir róttækar aðgerðir. Í viðtali við breska dagblaðið The Sun segist hún vilja að fólk fari að verða meðvitaðra um umhverfi sitt og trúir því að það þurfi aðeins litlar breytingar til að hafa áhrif.

„Það er svo margt sem hver og einn getur gert, til dæmis að koma með eigin bolla og hnífapör í stað þess að nota einnota borðbúnað," segir leikkonan. Sjálf er hún grænmetisæta, keyrir bíl sem er drifinn áfram af jurtaolíu og er með sólarsellur á húsi sínu til að spara rafmagn. Aðspurð segist hún vera bjartsýn á framtíðina og vonar að fleira fólk taki upp lifnaðarhætti sína.

„Ég hef það á tilfinningunni að yngri kynslóðirnar séu að átta sig á þessu. Það geta nánast allir plantað fræjum úti í garði eða í glugganum hjá sér," segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.