Orð eru dýr Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 29. júlí 2009 00:01 Í þann tíð er þunglyndi var bara orð sem rímaði við pungbindi og fólk eyddi dögum sínum í annað en tal um efnahagshrun og ábyrgð og enginn, utan nokkrir hagfræðingar, hafði hugmynd um hvað verg landsframleiðsla var; þá var þó stundum rætt um stjórnmál á skeri einu í Atlantshafi. Líf áhugamannsins um þjóðmál var tiltölulega einfalt; hann var annaðhvort til vinstri eða hægri og eftir því skilgreindust lífsgildi hans. þá gerðist það dag einn að nútíminn bankaði á dyrnar og reyndist aufúsugestur, enda hafði enginn séð hvað hann geymdi í skjatta sínum. Nútíminn kenndi mönnum að vinstri og hægri væru úrelt, að það væri gamaldags að vilja ekki markaðnum allt, að félagsleg gildi jöfnuðar, réttlætis og bræðralags væru hallærisleg og ekki sæmandi hinum nýja hugsunarhætti. Og nýjum tímum fylgdu ný slagorð (af hverju einhver þarf ný slagorð eftir afrek Páls Vilhjálmssonar: Lakkrís lækki, lýsið hækki, er reyndar óskiljanlegt) og ný hugtök. Einkavæðing varð útvistun eða einkarekstur og þeir sem minntu á að samfélagsgerð okkar hefði orðið til í sveita andlits genginna forfeðra okkar voru ekki húsum hæfir. Nei, nú skyldi út með það gamla og inn með hið nýja. hér skal á engan hátt amast við hinu nýja, þótt pistillinn hafi hingað til hljómað eins og höfundi þyki síðasta notadrjúga nýjungin hafa verið gúmmístígvél. Nei, hér skal ekki nöldrað yfir nútímanum, enda nóg komið af nöldri og naggi. Hér skal heldur lagt til að menn nýti sér það úr reynslu síðustu áratuga sem kemur þeim áfram til manns. Jafnt hinu nýja sem því gamla. kannski lærum við af þessu öllu að tala skýrt um meiningar okkar en fela þær ekki í framandi orðum. Kannski lærum við að heimta það að þeir sem við veljum til að fara með okkar mál tali enn skýrar. Og kannski, en bara kannski, við lærum að hafna þeim sem annaðhvort tala ekki skýrt eða standa ekki við orð sín, skýr eða óskýr. Og það er ekkert erfitt að tala skýrt. Til þess þurfum við bara að vera sammála um að hvítt þýði hvítt og svart svart. Orð eru dýr og geta læknað marga undina. Orðagjálfur er hins vegar aðeins til ama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í þann tíð er þunglyndi var bara orð sem rímaði við pungbindi og fólk eyddi dögum sínum í annað en tal um efnahagshrun og ábyrgð og enginn, utan nokkrir hagfræðingar, hafði hugmynd um hvað verg landsframleiðsla var; þá var þó stundum rætt um stjórnmál á skeri einu í Atlantshafi. Líf áhugamannsins um þjóðmál var tiltölulega einfalt; hann var annaðhvort til vinstri eða hægri og eftir því skilgreindust lífsgildi hans. þá gerðist það dag einn að nútíminn bankaði á dyrnar og reyndist aufúsugestur, enda hafði enginn séð hvað hann geymdi í skjatta sínum. Nútíminn kenndi mönnum að vinstri og hægri væru úrelt, að það væri gamaldags að vilja ekki markaðnum allt, að félagsleg gildi jöfnuðar, réttlætis og bræðralags væru hallærisleg og ekki sæmandi hinum nýja hugsunarhætti. Og nýjum tímum fylgdu ný slagorð (af hverju einhver þarf ný slagorð eftir afrek Páls Vilhjálmssonar: Lakkrís lækki, lýsið hækki, er reyndar óskiljanlegt) og ný hugtök. Einkavæðing varð útvistun eða einkarekstur og þeir sem minntu á að samfélagsgerð okkar hefði orðið til í sveita andlits genginna forfeðra okkar voru ekki húsum hæfir. Nei, nú skyldi út með það gamla og inn með hið nýja. hér skal á engan hátt amast við hinu nýja, þótt pistillinn hafi hingað til hljómað eins og höfundi þyki síðasta notadrjúga nýjungin hafa verið gúmmístígvél. Nei, hér skal ekki nöldrað yfir nútímanum, enda nóg komið af nöldri og naggi. Hér skal heldur lagt til að menn nýti sér það úr reynslu síðustu áratuga sem kemur þeim áfram til manns. Jafnt hinu nýja sem því gamla. kannski lærum við af þessu öllu að tala skýrt um meiningar okkar en fela þær ekki í framandi orðum. Kannski lærum við að heimta það að þeir sem við veljum til að fara með okkar mál tali enn skýrar. Og kannski, en bara kannski, við lærum að hafna þeim sem annaðhvort tala ekki skýrt eða standa ekki við orð sín, skýr eða óskýr. Og það er ekkert erfitt að tala skýrt. Til þess þurfum við bara að vera sammála um að hvítt þýði hvítt og svart svart. Orð eru dýr og geta læknað marga undina. Orðagjálfur er hins vegar aðeins til ama.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun