Ótrúleg aðsókn á Bjarnfreðarson og Avatar 29. desember 2009 04:00 Mögnuð barátta Bjarnfreðarson með Ólaf Ragnar fremstan í flokki átti í harðri baráttu við velsmurða Hollywood-vél James Cameron og kvikmyndar hans, Avatar, um jólahelgina. Alls komu ellefu þúsund á Bjarnfreðarson sem Ragnar Bragason leikstýrir um helgina en níu þúsund á Avatar. Þjóðin eyddi rúmlega 35 milljónum í bíómiða um jólahelgina og elstu menn í íslenska bíóbransanum muna ekki eftir annarri eins aðsókn. Íslendingar borguðu 25 milljónir í aðgangseyrir um jólahelgina á aðeins tvær myndir. Annars vegar komu níu þúsund manns á Hollywood-stórmynd James Cameron, Avatar og hins vegar mættu ellefu þúsund manns á íslensku kvikmyndina Bjarnfreðarson sem byggir á Vaktarseríunum um þá Georg, Daníel og Ólaf Ragnar. Elstu menn í bíóbransanum á Íslandi muna ekki eftir annarri eins aðsókn um jólahelgi sem stóð aðeins yfir í tvo daga. Rúmlega 27 þúsund bíómiðar voru keyptir en það þýðir rúmlega þrjátíu og fimm milljónir í miðasölu. Hafi hver gestur síðan keypt sér miðstærð af poppi og kók, en slíkur dúett kostar að meðaltali 620 krónur, þá eyddi þjóðin rúmlega sextán milljónum í slíkan varning á þessum tveimur dögum. Heildartalan nálgast því rúmlega 50 milljónir sem þjóðin greiddi fyrir í kvikmyndahúsum landsins á aðeins tveim dögum. Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum, sem dreifir Bjarnfreðarson, segir þetta vera ótrúlegar tölur. „Með forsýningu og frumsýningu hafa í kringum fjórtán þúsund manns séð myndina sem er náttúrlega frábært,“ útskýrir Sigurður Victor en mikil stemning myndaðist fyrir utan miðasölu Sambíóanna og menn reyttu af sér kunnuglega frasa sjónvarpsþáttanna við fólkið í afgreiðslunni. Sem stendur er Mýrin, stórmynd Baltasars Kormáks, vinsælasta íslenska myndin síðan mælingar hófust en rúmlega 83 þúsund manns sáu hana fyrir tveimur árum. Sigurður Victor neitar því ekki að í ljósi þessara miklu aðsóknar og góðra dóma sem myndin hefur fengið í fjölmiðlum sé ekkert óraunhæft að horfa til mets Mýrarinnar. „Nei, nei, það þýðir ekkert annað.“ Guðmundur Breiðfjörð, markaðsstjóri Senu sem hefur stórmyndina Avatar á sinni könnu, segir aðsóknina lyginni líkast. „Á sjö dögum hafa rúmlega þrjátíu þúsund manns séð hana og um þessa jólahelgi, sem er jú aðeins tveir dagar, sáu níu þúsund gestir Avatar. Sem er auðvitað ótrúlegt.“ Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjá meira
Íslendingar borguðu 25 milljónir í aðgangseyrir um jólahelgina á aðeins tvær myndir. Annars vegar komu níu þúsund manns á Hollywood-stórmynd James Cameron, Avatar og hins vegar mættu ellefu þúsund manns á íslensku kvikmyndina Bjarnfreðarson sem byggir á Vaktarseríunum um þá Georg, Daníel og Ólaf Ragnar. Elstu menn í bíóbransanum á Íslandi muna ekki eftir annarri eins aðsókn um jólahelgi sem stóð aðeins yfir í tvo daga. Rúmlega 27 þúsund bíómiðar voru keyptir en það þýðir rúmlega þrjátíu og fimm milljónir í miðasölu. Hafi hver gestur síðan keypt sér miðstærð af poppi og kók, en slíkur dúett kostar að meðaltali 620 krónur, þá eyddi þjóðin rúmlega sextán milljónum í slíkan varning á þessum tveimur dögum. Heildartalan nálgast því rúmlega 50 milljónir sem þjóðin greiddi fyrir í kvikmyndahúsum landsins á aðeins tveim dögum. Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum, sem dreifir Bjarnfreðarson, segir þetta vera ótrúlegar tölur. „Með forsýningu og frumsýningu hafa í kringum fjórtán þúsund manns séð myndina sem er náttúrlega frábært,“ útskýrir Sigurður Victor en mikil stemning myndaðist fyrir utan miðasölu Sambíóanna og menn reyttu af sér kunnuglega frasa sjónvarpsþáttanna við fólkið í afgreiðslunni. Sem stendur er Mýrin, stórmynd Baltasars Kormáks, vinsælasta íslenska myndin síðan mælingar hófust en rúmlega 83 þúsund manns sáu hana fyrir tveimur árum. Sigurður Victor neitar því ekki að í ljósi þessara miklu aðsóknar og góðra dóma sem myndin hefur fengið í fjölmiðlum sé ekkert óraunhæft að horfa til mets Mýrarinnar. „Nei, nei, það þýðir ekkert annað.“ Guðmundur Breiðfjörð, markaðsstjóri Senu sem hefur stórmyndina Avatar á sinni könnu, segir aðsóknina lyginni líkast. „Á sjö dögum hafa rúmlega þrjátíu þúsund manns séð hana og um þessa jólahelgi, sem er jú aðeins tveir dagar, sáu níu þúsund gestir Avatar. Sem er auðvitað ótrúlegt.“
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjá meira