Lífið

Poppstjarna í ninjubúning

Rain er ein helsta poppstjarna Asíu en það höfðu framleiðendur Ninja Assassin ekki hugmynd um þegar þeir réðu hann í aðalhlutverkið.
Rain er ein helsta poppstjarna Asíu en það höfðu framleiðendur Ninja Assassin ekki hugmynd um þegar þeir réðu hann í aðalhlutverkið.
Fjórar kvikmyndir verða frumsýndar um helgina. Extract er ný gamanmynd frá höfundum Office Space með Jason Bateman í aðalhlutverki. Batman leikur Joel sem verður að bjarga fyrirtækinu sínu frá undirförlum starfsmönnum sem vilja komast yfir það. Einnig þarf hann að bjarga hjónabandi sínu sem er í bráðri hættu. Myndin fær 7 af 10 mögulegum á kvikmyndasíðunni Imdb.com.

Ninja Assassin fjallar um Raizo sem er einn hættulegasti leigumorðingi heims. Frá æskuárunum hefur hann verið í strangri þjálfun hjá Ozunu-genginu. Hann ákveður að hefna sín á genginu eftir að það myrðir bróður hans. Framleiðendur myndarinnar eru Wachowski-bræður sem leikstýrðu Matrix-myndunum. Leikstjóri er James McTeigue sem sendi frá sér V for Vendetta. Myndin fær 7 á Imdb.com. Aðalleikari myndarinnar, Rain, er ein helsta poppstjarna Asíu en það höfðu Wachowski-bræðurnir ekki hugmynd um þegar þeir réðu hann til verksins.

Teiknimyndin Arthúr 2: Maltasar snýr aftur fjallar um Arthúr sem snýr aftur heim til Mínimóanna með ömmu sinni til að heimsækja afa sinn. Þá fær hann neyðarkall frá Selenu prinsessu sem býr við stöðugar árásir frá Maltazard. Leikstjóri er sjálfur Luc Besson, höfundur Léon, Nikita og The Fifth Element.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.