Lífið

Spyrja einu sinni í viku

Kolbeinn Tumi Höskuldsson og Björn Berg Gunnarsson stjórna pöbba-spurningakeppni á Enska barnum. fréttablaðið/vilhelm
Kolbeinn Tumi Höskuldsson og Björn Berg Gunnarsson stjórna pöbba-spurningakeppni á Enska barnum. fréttablaðið/vilhelm
Pöbba-spurningakeppni fótboltasíðunnar Sammarinn.com sem hefur verið haldin á Enska barnum er orðin að vikulegum viðburði. Spurningakeppnin hófst í sumar og var þá haldin mánaðarlega. „Við erum dottnir í þennan vikulega pakka því aðsóknin er að aukast. Fyrst var þetta mikið til sama fólkið sem var að koma en núna er alls konar lið að mæta,“ segir Kolbeinn Tumi Höskuldsson, annar af ritstjórum síðunnar. Hann stjórnar einnig Fótboltaþættinum á Útvarpi Sögu ásamt hinum ritstjóra síðunnar, Birni Berg Gunnarssyni. Spyrill á næsta spurningakvöldi, sem verður í kvöld klukkan 20, verður íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.