Umfjöllun: KR vann mikilvægan sigur í Keflavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2009 20:38 Tommy Johnson reyndist sínum gömlu félögum í Keflavík erfiður í kvöld. Mynd/Vilhelm KR vann í kvöld sigur á Keflavík í hörkuspennandi leik, 100-85, í Iceland Express deild karla.KR byrjaði með miklum krafti í leiknum í kvöld og skoraði fyrstu fimmtán stig leiksins. Staðan var orðin 20-2 þegar að heimamenn vöknuðu loksins til lífsins og fóru að veita gestunum einhverja samkeppni. Keflavík skoraði þá níu stig í röð og náði að minnka muninn í sjö stig áður en fyrsta leikhluta lauk. KR byrjaði leikinn á frábærri vörn en hún dalaði þó eftir því sem leið á leikinn. Keflavík að sama skapi náði upp ágætum varnarleik í öðrum leikhluta og beitti hröðum og árangursríkum sóknum. Til að bæta gráu á svart fyrir KR-inga fór dómgæslan mikið í taugarnar á þeim undir lok fyrri hálfleiks og fengu þeir dæmdar á sig tvær tæknivillur með skömmu millibili. Fyrir vikið náði Keflavík að jafna metin en KR hélt þó forystunni í hálfleik, 50-47. Leikmenn börðust af miklu harðfylgi um hvern einasta bolta í kvöld og var því oft mikill hiti í mönnum. KR-ingar voru áfram með undirtökin í leiknum í þriðja leikhluta og náði til að mynda góðum 12-0 spretti þá. En Keflavík var aldrei langt undan og kom sér aftur inn í leikinn með öflugum sóknarleik. Sverrir Þór Sverrisson kom Keflvíkingum yfir með ótrúlegum þristi úr horninu þegar um fimm mínútur voru eftir. En þá fór allt að ganga á afturfótunum hjá Keflavík. Þeir hættu einfaldlega að nýta skotin sín á meðan að það fór allt ofan í hjá gestunum. Tommy Johnson hafði átt mjög góðan fyrri hálfleik en var lengst af týndir í þeim síðari. Þar til að hann setti niður tvo þrista með skömmu millibili undir lok leiksins og fór langt með að tryggja sínum mönnum sigur. Brynjar Þór Björnsson fylgdi svo eftir með þriðja þristi KR í röð og þar með var ljóst að munurinn var orðinn það mikill að Keflvíkingar myndu ekki ná að brúa bilið á nýjan leik. Eins og tölurnar gefa til kynna var sóknarleikurinn í fyrirrúmi í kvöld en liðin hafa þó oft leikið betri varnarleik. Hörður Axel Vilhjálmsson var drjúgur hjá Keflavík en það dugði ekki til. Sigurður Þorsteinsson og Jón Nordal Hafsteinsson komust einnig ágætlega frá sínu. Mestu munaði að KR-ingar voru að nýta skotin sín mun betur en Keflvíkingar í kvöld. Johnson átti sem fyrr segir mjög góðan leik og annar fyrrum Keflvíkingur, Fannar Ólafsson, var í mjög stóru hlutverki eins og svo oft áður. Hann kórónaði góðan leik með ótrúlegri troðslu á lokamínútu leiksins og fiskaði hann meira að segja villu á Gunnar Einarsson um leið. KR er nú komið upp að hlið Njarðvíkur á toppi Iceland Express-deildar karla með sextán stig en Keflvíkingar eru ekki langt undan með fjórtán stig í fjórða sæti.Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 21, Sigurður Þorsteinsson 19 (7 frák.), Gunnar Einarsson 14, Sverrir Þór Sverrisson 8, Jón Nordal Hafsteinsson 6, Elentínus Margeirsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Almar Guðbrandsson 3, Davíð Þór Jónsson 3.Stig KR: Tommy Johnson 29, Fannar Ólafsson 23 (11 frák.), Brynjar Þór Björnsson 15, Semaj Inge 10, Darri Hilmarsson 8, Steinar Kaldal 4, Finnur Atli Magnússon 4, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Ingason 2, Jón Orri Kristjánsson 2 Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hörður Axel: Erfitt að elta Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var vitanlega ósáttur við tap sinna manna fyrir KR á heimavelli í kvöld. 3. desember 2009 21:25 Tommy Johnson: Góður afmælisdagur Tommy Johnson hélt upp á afmælið sitt í kvöld með góðri frammistöðu gegn hans gömlu félögum í Keflavík er KR vann þar góðan sigur, 100-85. 3. desember 2009 21:39 Páll: Öflugt að vinna í Keflavík Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, sagði að það hefði verið öflugt hjá sínum mönnum að vinna sigur á sterku liði Keflavíkur á útivelli. 3. desember 2009 21:32 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
KR vann í kvöld sigur á Keflavík í hörkuspennandi leik, 100-85, í Iceland Express deild karla.KR byrjaði með miklum krafti í leiknum í kvöld og skoraði fyrstu fimmtán stig leiksins. Staðan var orðin 20-2 þegar að heimamenn vöknuðu loksins til lífsins og fóru að veita gestunum einhverja samkeppni. Keflavík skoraði þá níu stig í röð og náði að minnka muninn í sjö stig áður en fyrsta leikhluta lauk. KR byrjaði leikinn á frábærri vörn en hún dalaði þó eftir því sem leið á leikinn. Keflavík að sama skapi náði upp ágætum varnarleik í öðrum leikhluta og beitti hröðum og árangursríkum sóknum. Til að bæta gráu á svart fyrir KR-inga fór dómgæslan mikið í taugarnar á þeim undir lok fyrri hálfleiks og fengu þeir dæmdar á sig tvær tæknivillur með skömmu millibili. Fyrir vikið náði Keflavík að jafna metin en KR hélt þó forystunni í hálfleik, 50-47. Leikmenn börðust af miklu harðfylgi um hvern einasta bolta í kvöld og var því oft mikill hiti í mönnum. KR-ingar voru áfram með undirtökin í leiknum í þriðja leikhluta og náði til að mynda góðum 12-0 spretti þá. En Keflavík var aldrei langt undan og kom sér aftur inn í leikinn með öflugum sóknarleik. Sverrir Þór Sverrisson kom Keflvíkingum yfir með ótrúlegum þristi úr horninu þegar um fimm mínútur voru eftir. En þá fór allt að ganga á afturfótunum hjá Keflavík. Þeir hættu einfaldlega að nýta skotin sín á meðan að það fór allt ofan í hjá gestunum. Tommy Johnson hafði átt mjög góðan fyrri hálfleik en var lengst af týndir í þeim síðari. Þar til að hann setti niður tvo þrista með skömmu millibili undir lok leiksins og fór langt með að tryggja sínum mönnum sigur. Brynjar Þór Björnsson fylgdi svo eftir með þriðja þristi KR í röð og þar með var ljóst að munurinn var orðinn það mikill að Keflvíkingar myndu ekki ná að brúa bilið á nýjan leik. Eins og tölurnar gefa til kynna var sóknarleikurinn í fyrirrúmi í kvöld en liðin hafa þó oft leikið betri varnarleik. Hörður Axel Vilhjálmsson var drjúgur hjá Keflavík en það dugði ekki til. Sigurður Þorsteinsson og Jón Nordal Hafsteinsson komust einnig ágætlega frá sínu. Mestu munaði að KR-ingar voru að nýta skotin sín mun betur en Keflvíkingar í kvöld. Johnson átti sem fyrr segir mjög góðan leik og annar fyrrum Keflvíkingur, Fannar Ólafsson, var í mjög stóru hlutverki eins og svo oft áður. Hann kórónaði góðan leik með ótrúlegri troðslu á lokamínútu leiksins og fiskaði hann meira að segja villu á Gunnar Einarsson um leið. KR er nú komið upp að hlið Njarðvíkur á toppi Iceland Express-deildar karla með sextán stig en Keflvíkingar eru ekki langt undan með fjórtán stig í fjórða sæti.Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 21, Sigurður Þorsteinsson 19 (7 frák.), Gunnar Einarsson 14, Sverrir Þór Sverrisson 8, Jón Nordal Hafsteinsson 6, Elentínus Margeirsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Almar Guðbrandsson 3, Davíð Þór Jónsson 3.Stig KR: Tommy Johnson 29, Fannar Ólafsson 23 (11 frák.), Brynjar Þór Björnsson 15, Semaj Inge 10, Darri Hilmarsson 8, Steinar Kaldal 4, Finnur Atli Magnússon 4, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Ingason 2, Jón Orri Kristjánsson 2
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hörður Axel: Erfitt að elta Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var vitanlega ósáttur við tap sinna manna fyrir KR á heimavelli í kvöld. 3. desember 2009 21:25 Tommy Johnson: Góður afmælisdagur Tommy Johnson hélt upp á afmælið sitt í kvöld með góðri frammistöðu gegn hans gömlu félögum í Keflavík er KR vann þar góðan sigur, 100-85. 3. desember 2009 21:39 Páll: Öflugt að vinna í Keflavík Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, sagði að það hefði verið öflugt hjá sínum mönnum að vinna sigur á sterku liði Keflavíkur á útivelli. 3. desember 2009 21:32 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Hörður Axel: Erfitt að elta Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var vitanlega ósáttur við tap sinna manna fyrir KR á heimavelli í kvöld. 3. desember 2009 21:25
Tommy Johnson: Góður afmælisdagur Tommy Johnson hélt upp á afmælið sitt í kvöld með góðri frammistöðu gegn hans gömlu félögum í Keflavík er KR vann þar góðan sigur, 100-85. 3. desember 2009 21:39
Páll: Öflugt að vinna í Keflavík Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, sagði að það hefði verið öflugt hjá sínum mönnum að vinna sigur á sterku liði Keflavíkur á útivelli. 3. desember 2009 21:32
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum