Frægir auglýsa Sign skartgripi 12. desember 2009 05:00 Sigurður Ingi Bjarnason hefur sérhannað skartgripi fyrir alla í auglýsingunni fyrir Sign.Fréttablaðið/Pjetur Algengt er að skartgripahönnuðir úti í heimi notfæri sér áhrifamátt fræga fólksins til þess að auglýsa vörur sínar. Gullsmiðurinn Sigurður Ingi hefur fetað í þau fótspor. „Það er náttúrulega toppurinn að fá þetta fólk í lið með sér,“ segir Sigurður Ingi Bjarnason, gullsmiður og hönnuður Sign skartgripalínunnar. Í nýrri auglýsingu fyrir línuna fékk hann fjölda þjóðþekktra einstaklinga til að sitja fyrir á mynd, svo sem söngkonurnar Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur, Heru Björk Þórhallsdóttir, hár- og förðunarmeistarann Karl Berndsen, spákonuna Sigríði Klingenberg og bakarameistarann Jóa Fel. „Hugmyndin kviknaði út frá því að ég var búinn að vera að vinna fyrir svo marga á árinu. Ég hafði ekki gert neitt úr þessu, en það var eiginlega ekki annað í stöðunni en að kalla liðið saman í myndatöku. Auglýsingin var gerð með rosalega skömmum fyrirvara, en ég var búinn að hafa orð á þessu við nokkra og það voru allir tilbúnir í þetta,“ segir Sigurður Ingi sem hefur meðal annars smíðað skart á íslenskar fegurðardrottningar og hannaði til dæmis áberandi hring á Jóhönnu Guðrúnu sem hún var með í Eurovisonkeppninni í Moskvu. Sigurður Ingi hefur starfað sem gullsmiður í tuttugu ár, en Sign vörulínan kom til sögunnar fyrir fjórum árum. Í fyrra opnaði hann svo gallerí við smábátahöfnina í Hafnarfirði þar sem hann breytti gamalli verbúð í gullsmíðaverkstæði. „Ég sérsmíða gjarnan skartgripi fyrir fólk við hin ýmsu tækifæri og geri þá yfirleitt svolítið ýkta og öðruvísi. Þá nota ég oft yfirgengilega stóra steina sem gera það að verkum að fólk nær athyglinni með skartinu. Annars eru stóru krossarnir eflaust mitt helsta vörumerki,“ segir hann en Sign vörurnar fást meðal annars í galleríi hans í Fornubúðum 12. alma@frettabladid.is Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Algengt er að skartgripahönnuðir úti í heimi notfæri sér áhrifamátt fræga fólksins til þess að auglýsa vörur sínar. Gullsmiðurinn Sigurður Ingi hefur fetað í þau fótspor. „Það er náttúrulega toppurinn að fá þetta fólk í lið með sér,“ segir Sigurður Ingi Bjarnason, gullsmiður og hönnuður Sign skartgripalínunnar. Í nýrri auglýsingu fyrir línuna fékk hann fjölda þjóðþekktra einstaklinga til að sitja fyrir á mynd, svo sem söngkonurnar Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur, Heru Björk Þórhallsdóttir, hár- og förðunarmeistarann Karl Berndsen, spákonuna Sigríði Klingenberg og bakarameistarann Jóa Fel. „Hugmyndin kviknaði út frá því að ég var búinn að vera að vinna fyrir svo marga á árinu. Ég hafði ekki gert neitt úr þessu, en það var eiginlega ekki annað í stöðunni en að kalla liðið saman í myndatöku. Auglýsingin var gerð með rosalega skömmum fyrirvara, en ég var búinn að hafa orð á þessu við nokkra og það voru allir tilbúnir í þetta,“ segir Sigurður Ingi sem hefur meðal annars smíðað skart á íslenskar fegurðardrottningar og hannaði til dæmis áberandi hring á Jóhönnu Guðrúnu sem hún var með í Eurovisonkeppninni í Moskvu. Sigurður Ingi hefur starfað sem gullsmiður í tuttugu ár, en Sign vörulínan kom til sögunnar fyrir fjórum árum. Í fyrra opnaði hann svo gallerí við smábátahöfnina í Hafnarfirði þar sem hann breytti gamalli verbúð í gullsmíðaverkstæði. „Ég sérsmíða gjarnan skartgripi fyrir fólk við hin ýmsu tækifæri og geri þá yfirleitt svolítið ýkta og öðruvísi. Þá nota ég oft yfirgengilega stóra steina sem gera það að verkum að fólk nær athyglinni með skartinu. Annars eru stóru krossarnir eflaust mitt helsta vörumerki,“ segir hann en Sign vörurnar fást meðal annars í galleríi hans í Fornubúðum 12. alma@frettabladid.is
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“