Ecclestone berst gegn nýrri mótaröð 10. júní 2009 19:50 Bernie Ecclestone er harður i horn að taka í samningamálum. Mynd: Getty Images Bernie Ecclestone talar vanalega tæpitungulaust og gerði það í dag þegar hann sagði að hann myndi berjast á móti nýrri mótaröð bílaframleiðenda sem eru að keppa í Formúlu 1 í dag. Þeirri hugmynd hefur verið kastað fram, bæði síðustu vikur og síðustu misseri vegna deilna FIA og FOTA. "Ef bílaframleiðendur stofna eigin mótaröð, þá munu þeir liggja í því. Við erum með samninga við öll lið og þeir myndu brjóta þá samninga með nýrri mótaröð. Skaðabótamál upp á hundruði milljóna punda gætu fylgt í kjölfarið", sagði Ecclestone í samtali við Daily Express. "Við útvegum liðum peninga fyrir sjónvarpsrétt, þeir fá að keppa frítt á brautum um allan heim og ég efast um að háu herrarnir hjá stóru liðunum geti samið við sjónvarpstöðar og aðra sem koma að málum. Ef þeir rugga bátnum, þá mun ég berjast við þá af fullri hörku", sagði Ecclestone. Stefano Domenicali sagði í dag að einhugur væri innan Ferrari að vinna með FOTA að sameiginlegri lausn á deilumálinu á þeirra forsendum, og að kröfur FOTA stæðu og Ferrari myndi ekki keppa með tvöföldum reglum og 45 miljón dala kostnaðarþaki. Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bernie Ecclestone talar vanalega tæpitungulaust og gerði það í dag þegar hann sagði að hann myndi berjast á móti nýrri mótaröð bílaframleiðenda sem eru að keppa í Formúlu 1 í dag. Þeirri hugmynd hefur verið kastað fram, bæði síðustu vikur og síðustu misseri vegna deilna FIA og FOTA. "Ef bílaframleiðendur stofna eigin mótaröð, þá munu þeir liggja í því. Við erum með samninga við öll lið og þeir myndu brjóta þá samninga með nýrri mótaröð. Skaðabótamál upp á hundruði milljóna punda gætu fylgt í kjölfarið", sagði Ecclestone í samtali við Daily Express. "Við útvegum liðum peninga fyrir sjónvarpsrétt, þeir fá að keppa frítt á brautum um allan heim og ég efast um að háu herrarnir hjá stóru liðunum geti samið við sjónvarpstöðar og aðra sem koma að málum. Ef þeir rugga bátnum, þá mun ég berjast við þá af fullri hörku", sagði Ecclestone. Stefano Domenicali sagði í dag að einhugur væri innan Ferrari að vinna með FOTA að sameiginlegri lausn á deilumálinu á þeirra forsendum, og að kröfur FOTA stæðu og Ferrari myndi ekki keppa með tvöföldum reglum og 45 miljón dala kostnaðarþaki.
Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira