Körfubolti

Erum ekki komnir með bikarinn þó við höfum unnið þennan leik

"Þetta var bara þetta klassíska hjá okkur, við erum að fara þetta á vörninni," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR við Vísi eftir 82-70 sigurinn á Grindavík í bikarnum í gær.

"Við vorum að halda flestum leikmönnum þeirra ágætlega niðri nema kannski Nick Bradford, en ég var ekkert að hafa stórar áhyggjur af honum á meðan við héldum hinum sæmilega í skefjum. Við vorum ekkert að örvænta þó hann væri að skora aðeins á okkur og lögðum áherslu á að stöðva skytturnar fyrir utan," sagði Benedikt og var ánægður með að vinna baráttuna um fráköstin.

"Þetta er sá leikur sem við undirbjuggum okkur best fyrir í vetur og greindum leik andstæðinganna alveg niður í öreindir. Vörnin hjá okkur í síðustu tveimur leikjum var ekki alveg nógu góð, þannig að við ákváðum að kafa djúpt í þetta aftur og fara í smáatriðin," sagði Benedikt, sem enn á eftir að upplifa tap í vetur með sterku KR-liðinu. Hann hlakkar mikið til að spila til úrslita í Laugardalshöllinni þann 15. febrúar.

"Það er ekkert gaman að fara í Höllina nema vinna. Það er eins og að spila Superbowl að fara í þennan úrslitaleik en það langar engan að fara þaðan með tap. Það eru komin átján ár síðan KR þarna svo ég held að sé alveg kominn tími á það. Það er engu að síður langur vegur frá því að við séum komnir með bikar þó við höfum unnið þennan leik í dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×