Indí í Háteigskirkju 18. desember 2009 02:45 tólfmanna Útidúr Illskilgreinanleg gleðitónlist. Í Háteigskirkju í kvöld ætla ungir og framsæknir listamenn að koma saman og flytja frumsamið efni. Þetta eru hljómsveitirnar Útidúr og Stórsveit Mukkaló, söngvaskáldið Júníus Meyvant og ljóðskáldið Ingunn Huld. Útidúr hefur verið að hrista upp í reykvísku grasrótarsenunni undanfarið með illskilgreinanlegri gleðitónlist og líflegri sviðframkomu. Í tónlist sveitarinnar mætast bossanova, sígaunabragur, jaðarrokk og diskó eins og ekkert sé sjálfsagðara. Bandið skipa venjulega tólf manns en í kvöld munu þau bæta við sig ýmsum hljóðfæraleikurum sem munu vafalaust magna hinn sérstaka seið sveitarinnar til muna. Stórsveit Mukkaló er ný sjö manna sveit úr Reykjavík sem spilar lágstemmt þjóðlagaskotið jaðarpopp í anda tónlistarmanna á borð við Bright Eyes, Noah and the Whale og Sufjan Stevens. Mukkaló málar sína björtu hljóðmynd með kassagíturum, trommum, fiðlum, harmonikku og sílófón. Textarnir eru ýmist á ensku eða íslensku, en eiga það sameiginlegt að fjalla á einlægan hátt um ástina, lífið og æðri máttarvöld. Júníus Meyvant er ungt söngvaskáld úr Vestmanneyjum. Hann hefur áður spilað með rokksveitinni Jack London, sem hefur ferðast víða um veröldina. Í kvöld verður Júníus hins vegar á rólegri nótum en áður, með kassagítarinn að vopni. Tónlistina mætti kalla blúsað kassagítarpopp, en með ýmsum bragðbætiefnum þó. Háteigskirkja opnar fyrir gesti klukkan 19.30, en tónleikarnir hefjast stundvíslega hálftíma síðar og standa í tvo tíma. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og allir aldurshópar eru velkomnir. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Í Háteigskirkju í kvöld ætla ungir og framsæknir listamenn að koma saman og flytja frumsamið efni. Þetta eru hljómsveitirnar Útidúr og Stórsveit Mukkaló, söngvaskáldið Júníus Meyvant og ljóðskáldið Ingunn Huld. Útidúr hefur verið að hrista upp í reykvísku grasrótarsenunni undanfarið með illskilgreinanlegri gleðitónlist og líflegri sviðframkomu. Í tónlist sveitarinnar mætast bossanova, sígaunabragur, jaðarrokk og diskó eins og ekkert sé sjálfsagðara. Bandið skipa venjulega tólf manns en í kvöld munu þau bæta við sig ýmsum hljóðfæraleikurum sem munu vafalaust magna hinn sérstaka seið sveitarinnar til muna. Stórsveit Mukkaló er ný sjö manna sveit úr Reykjavík sem spilar lágstemmt þjóðlagaskotið jaðarpopp í anda tónlistarmanna á borð við Bright Eyes, Noah and the Whale og Sufjan Stevens. Mukkaló málar sína björtu hljóðmynd með kassagíturum, trommum, fiðlum, harmonikku og sílófón. Textarnir eru ýmist á ensku eða íslensku, en eiga það sameiginlegt að fjalla á einlægan hátt um ástina, lífið og æðri máttarvöld. Júníus Meyvant er ungt söngvaskáld úr Vestmanneyjum. Hann hefur áður spilað með rokksveitinni Jack London, sem hefur ferðast víða um veröldina. Í kvöld verður Júníus hins vegar á rólegri nótum en áður, með kassagítarinn að vopni. Tónlistina mætti kalla blúsað kassagítarpopp, en með ýmsum bragðbætiefnum þó. Háteigskirkja opnar fyrir gesti klukkan 19.30, en tónleikarnir hefjast stundvíslega hálftíma síðar og standa í tvo tíma. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og allir aldurshópar eru velkomnir.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“