Körfubolti

Sitton kominn aftur til Njarðvíkur

Mynd/bransondailynews.com

Njarðvíkingar hafa fengið góðan liðsstyrk á lokasprettinum í Iceland Express deildinni. Bandaríkjamaðurinn Heath Sitton er kominn aftur í þeirra raðir eftir að hafa spilað með liðinu á undirbúningstímabilinu.

Sitton lenti í því sama og flestir útlendingar í deildinni að vera sendur heim í haust þegar efnahagshrunið reið yfir landið.

Hann er nú kominn aftur til landsins og verður klár þegar Njarðvík sækir Tindastól heim á föstudagskvöldið.

Valur Ingimundarson þjálfari var skiljanlega ánægður með að vera búinn að landa góðum leikstjórnanda, en sú staða hefur verið vandamál hjá Njarðvík í vetur.

"Okkur hefur vantað leikstjórnanda í allan vetur og við höfum verið að fórna þeim Magnúsi (Gunnarssyni) og Loga (Gunnarssyni) í hlutverkið. Það hefur riðlað þeirra leik nokkuð en koma Sitton tekur álagið af þeim og jafnar okkar leik," sagði Valur í samtali við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×