Lífið

Up in the Air með flestar Golden Globe-tilnefningar

up in the air
George Clooney fer með aðalhlutverkið í myndinni Up In The Air. Karl Júlíusson hannaði leikmyndina fyrir The Hurt Locker, Heba Þórisdóttir sá um förðun í Inglorious Basterds og Sigurjón Sighvatsson framleiðir Brothers.
up in the air George Clooney fer með aðalhlutverkið í myndinni Up In The Air. Karl Júlíusson hannaði leikmyndina fyrir The Hurt Locker, Heba Þórisdóttir sá um förðun í Inglorious Basterds og Sigurjón Sighvatsson framleiðir Brothers.

Nýjasta mynd George Clooney, Up in the Air, hlaut flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna. Íslendingar lögðu sitt af mörkum til nokkurra mynda sem voru tilnefndar.

Up in the Air hlaut sex Golden Globe-tilnefningar, þar á meðal sem besta dramatíska kvikmyndin, auk þess sem George Clooney var tilnefndur sem besti aðalleikarinn. Aðrir myndir tilnefndar sem besta dramatíska myndin voru Avatar, The Hurt Locker, Inglorious Bast­erds og Precious.

Söngleikurinn Nine fékk næstflestar tilnefningar, eða fimm talsins. Nine var meðal annars tilnefnd sem besta myndin í söngleikja- og gamanmyndaflokki. Aðrar tilnefndar í þeim flokki voru (500) Days Of Summer, The Hangover, It"s Complicated og Julie & Julia. Tvær myndir hlutu fjórar tilnefningar, ævintýramynd James Cameron, Avatar, og stríðsópus Quentins Tarantino, Inglourious Basterds. Íslenski förðunarmeistarinn Heba Þórisdóttir annaðist einmitt förðunina í síðarnefndu myndinni.

Tilnefndar sem bestu aðalleikkonurnar í dramaflokki voru Sandra Bullock fyrir The Proposal, Marion Cotillard fyrir Nine, Julia Roberts fyrir Duplicity og loks fékk Meryl Streep tvær tilnefningar fyrir It"s Complicated og Julie & Julia.

Auk George Clooney voru tilnefndir sem bestu aðalleikarar í dramaflokki þeir Jeff Bridges fyrir Crazy Heart, Colin Firth fyrir A Single Man, Morgan Freeman fyrir Invictus og Tobey Maguire fyrir Brothers, sem Sigurjón Sighvatsson framleiðir. Sú mynd hlaut eina tilnefningu til viðbótar. Þar var á ferðinni hljómsveitin U2 með aðallag myndarinnar, Winter.

Auk Sigurjóns og Hebu tengist einn Íslendingur til viðbótar Golden Globe-verðlaununum í ár, eða leikmyndahönnuðurinn Karl Júlíusson. Hann hannaði leikmyndina fyrir stríðsmyndina The Hurt Locker sem er tilnefnd sem besta dramatíska myndin eins og áður sagði. Honum tókst að láta borgina Amman í Jórdaníu líta út fyrir að vera á miðju ófriðarsvæðinu í Bagdad í Írak.

Sjónvarpsþátturinn Glee hlaut flestar tilnefningar til Golden Globe, eða fjórar talsins. Næstir á eftir honum með þrjár tilnefningar komu 30 Rock, Big Love, Damages, Dexter, Georgie O"Keefe, Grey Gardens, Into the Storm og Mad Man. Sumir þessara þátta hafa verið sýndir á Stöð 2 og Skjá einum við miklar vinsældir.

Golden Globe-verðlaunin verða afhent 17. janúar í Hollywood og verður fróðlegt að sjá hvort einhverjar „íslensku“ myndanna fari heim með þessi virtu verðlaun.

f
f


f





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.