Lífið

Samkynhneigðir spila bingó

Ragnhildur Sverrisdóttir er af annar bingómeisturum kvöldsins..
Ragnhildur Sverrisdóttir er af annar bingómeisturum kvöldsins..
Jólabingó Samtakanna 78 verður haldið í kvöld klukkan 20. „Þetta er ein helsta einstaka fjáröflun samtakanna,“ segir Lárus Ari Knútsson, formaður samtakanna. „Bingóið hefur stækkað ár frá ári og nú er svo komið að ekki dugar annað en sjálft mekka bingósins í Vinabæ í Skipholti.

Saga bingósins er sú að það hefur eiginlega aldrei verið haldið á sama stað því það sprengir alla sali utan af sér. Við vorum síðast í Iðnó og þangað mættu um 250 manns svo það varð alltof troðið. Við sjáum til hvort við þurfum Laugardalshöllina að ári.“ Lárus og fleiri hafa verið á haus síðustu daga við að finna vinninga. Og uppskeran er góð. „Það eru fínir vinningar í boði. Ferðir til útlanda, hótelgistingar, og fleira og fleira.“

Bingómeistarar kvöldsins verða Ragnhildur Sverrisdóttir blaðamaður og Sigurborg Daðadóttir leikkona. - drg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.