Uppsprettu-hátíðin Gerður Kristný skrifar 25. maí 2009 06:00 Einhverju sinni spurði ég hjúkrunarfræðinginn mömmu mína hvort hún hefði ekki farið í bæinn á kvennafrídaginn 24. október 1975, kannski í hópi kátra kollega af Landakoti. „Nei, ég var í vinnunni," svaraði hún. „Það varð einhver að sinna sjúklingunum." Mér varð hugsað til þessara orða á miðvikudaginn þegar ég sauð silung ofan í syni mína í stað þess að fara á Uppsprettuhátíðina sem konur héldu í Iðnó til að fagna því sem þær hafa áorkað í samfélaginu og til að hvetja hver aðra til dáða. Eiginmaðurinn var rokinn í vinnuferð til útlanda og einhver varð að sinna sonunum. Þennan dag hafði ég verið að velta fyrir mér frasanum „gömul góð gildi". Um morguninn hafði nefnilega birst mynd í Morgunblaðinu af gamla Morgunblaðshúsinu í Aðalstræti. Þar stendur nú aftur nafn blaðsins og er tekið fram í myndatexta að þarna sé „um tímabundna aðgerð að ræða í þeim tilgangi að minna á hin gömlu góðu gildi". Ekki að furða að ég hafi orðið hugsi. Þetta er svipað og að ímynda sér að „gömul góð gildi" festist á ný í sessi með því að flytja Borgarbókasafnið aftur upp í Þingholt eða bjóða Gervasoni til landsins. En hvað veit maður svo sem hvaða merkingu Morgunblaðsfólk leggur í „gömul góð gildi"? Maður verður bara að vona það besta. Daginn eftir fletti ég bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í leit að fréttum af því sem fram hefði farið á Uppsprettuhátíðinni sem ég hafði misst af. Mig langaði að sjá hvaða konur hefðu mætt og hvað þær hefðu sagt í ræðunum sínum. Minnst var á Uppsprettuhátíðina í fyrirtaks ritstjórnarpistli Svanborgar Sigmarsdóttur í Fréttablaðinu en hann fjallaði um hvað samstaða þingkvenna er mikilvæg. Annað fann ég ekki. Framan á Morgunblaðinu gat að líta fyrirsögnina: „Andarungarnir eru komnir á Tjörnina" ásamt mynd af önd og 12 ungum. Blaðamaður rýnir í svipbrigði fuglsins og skrifar að þarna sé á ferðinni „stolt ungamamma með stóra hópinn sinn". Fréttablaðið bauð hins vegar upp á mynd af bikiníklæddum keppendum um titilinn Ungfrú Ísland þar sem þær leika sér á ylströndinni. Ekki gat ég annað en dáðst að því hvað það hafði tekið stuttan tíma fyrir gömul og góð gildi að skjóta rótum að nýju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Tími fyrir sögu Hafþór Sævarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Einhverju sinni spurði ég hjúkrunarfræðinginn mömmu mína hvort hún hefði ekki farið í bæinn á kvennafrídaginn 24. október 1975, kannski í hópi kátra kollega af Landakoti. „Nei, ég var í vinnunni," svaraði hún. „Það varð einhver að sinna sjúklingunum." Mér varð hugsað til þessara orða á miðvikudaginn þegar ég sauð silung ofan í syni mína í stað þess að fara á Uppsprettuhátíðina sem konur héldu í Iðnó til að fagna því sem þær hafa áorkað í samfélaginu og til að hvetja hver aðra til dáða. Eiginmaðurinn var rokinn í vinnuferð til útlanda og einhver varð að sinna sonunum. Þennan dag hafði ég verið að velta fyrir mér frasanum „gömul góð gildi". Um morguninn hafði nefnilega birst mynd í Morgunblaðinu af gamla Morgunblaðshúsinu í Aðalstræti. Þar stendur nú aftur nafn blaðsins og er tekið fram í myndatexta að þarna sé „um tímabundna aðgerð að ræða í þeim tilgangi að minna á hin gömlu góðu gildi". Ekki að furða að ég hafi orðið hugsi. Þetta er svipað og að ímynda sér að „gömul góð gildi" festist á ný í sessi með því að flytja Borgarbókasafnið aftur upp í Þingholt eða bjóða Gervasoni til landsins. En hvað veit maður svo sem hvaða merkingu Morgunblaðsfólk leggur í „gömul góð gildi"? Maður verður bara að vona það besta. Daginn eftir fletti ég bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í leit að fréttum af því sem fram hefði farið á Uppsprettuhátíðinni sem ég hafði misst af. Mig langaði að sjá hvaða konur hefðu mætt og hvað þær hefðu sagt í ræðunum sínum. Minnst var á Uppsprettuhátíðina í fyrirtaks ritstjórnarpistli Svanborgar Sigmarsdóttur í Fréttablaðinu en hann fjallaði um hvað samstaða þingkvenna er mikilvæg. Annað fann ég ekki. Framan á Morgunblaðinu gat að líta fyrirsögnina: „Andarungarnir eru komnir á Tjörnina" ásamt mynd af önd og 12 ungum. Blaðamaður rýnir í svipbrigði fuglsins og skrifar að þarna sé á ferðinni „stolt ungamamma með stóra hópinn sinn". Fréttablaðið bauð hins vegar upp á mynd af bikiníklæddum keppendum um titilinn Ungfrú Ísland þar sem þær leika sér á ylströndinni. Ekki gat ég annað en dáðst að því hvað það hafði tekið stuttan tíma fyrir gömul og góð gildi að skjóta rótum að nýju.
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun