Körfubolti

Allir hafa orðið meistarar nema Helgi Már, Þorleifur og Jason

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grindvíkingurinn Þorleifur Ólafsson er á eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli.
Grindvíkingurinn Þorleifur Ólafsson er á eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Mynd/Stefán

Flestir leikmenn KR og Grindavík í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla hafa kynnst því að vera Íslandsmeistarar en það eru þó þrjár undantekningar meðal þeirra leikmanna sem hafa spilað í meira en 40 mínútur í úrslitakeppninni í ár.

Tveir leikmenn KR-liðsins eru að elta sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil en það eru þeir Helgi Már Magnússon og Jason Dourisseau. Jason er náttúrulega á sínu fyrsta tímabili og hefur því skiljanlega ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn.

Helgi Már er aftur á móti að taka þátt í sinni þriðju úrslitakeppni en hann fékk ekki að vera með þegar KR vann titilinn árið 2000 og var að spila í Sviss þegar KR varð meistari fyrir tveimur árum.

Þorleifur Ólafsson var síðan aðeins tólf ára þegar Grindavík varð síðast meistari og átti nokkur ár í að komast upp í meistaraflokk en hann er að taka þátt í sinni sjöttu úrslitakeppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×