Handbolti

Hrafnhildur og Hanna báðar með átta mörk í sigri landsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafnhildur Skúladóttir skoraði átta mörk í kvöld.
Hrafnhildur Skúladóttir skoraði átta mörk í kvöld. Mynd/Arnþór

Hrafnhildur Skúladóttir og Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoruðu báðar átta mörk í 31-25 sigri kvennalandsliðsins á úrvalsliði Atla Hilmarssonar þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar og Einars Jónssonar þjálfara kvennaliðs Fram. Landsliðstelpurnar unnu öruggan sigur eftir að hafa verið 17-9 yfir í hálfleik. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda.

Tveir leikmenn spiluðu með báðum liðum í leiknum, Hildigunnur Einarsdóttir, spilaði með Íslandi í fyrri hálfleik og Úrvalsliðinu í þeim seinni og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir spilaði með Úrvalsliðinu í þeim fyrri en Íslandi í þeim seinni.

Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari er að undirbúa kvennalandsliðið fyrir leiki liðsins í undankeppni EM 2010 en Ísland er þar í riðli ásamt Austurríki, Frakklandi og annað hvort Bretlandi eða Finnlandi.

Mörk Íslands: Hrafnhildur Skúladóttir 8, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 8, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 4, Karen Knútsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Rut Jónsdóttir 1, Rakel Dögg Bragdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1.

Mörk Úrvalsliðsins: Alina Petrache 5, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 3, Aðalheiður Hreinsdóttir 3, Erna Þráinsdóttir 3, Arna Erlingsdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Sunna Einarsdóttir 1, Þorgerður Atladóttir 1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×