Fjölskyldan syngur með Regínu 18. desember 2009 05:00 Fjölskyldutónleikar Svenni Þór, eiginmaður Regínu, og dóttir hennar, Aníta sjö ára, ætla bæði að syngja á tónleikunum með Regínu um helgina.Fréttablaðið/Valli Regína Ósk Óskarsdóttir heldur tvenna jólatónleika um helgina. Þar mun hún koma fram ásamt stúlkna- og barnakór auk þess sem eiginmaður hennar og dóttir munu syngja á tónleikunum. „Þetta eiga bara að vera skemmtilegir tónleikar þar sem fólk getur farið í kirkju og upplifað sanna jólastemningu,“ segir Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona sem heldur tvenna jólatónleika um helgina. Tónleikarnir fara fram í Lindakirkju á laugardag og í Víðistaðakirkju á sunnudag og hefjast klukkan 17 báða dagana. „Ég ákvað að hafa litla tónleika í Lindakirkju og fékk til liðs við mig gamla kórstjórnandann minn, Áslaugu Bergsteinsdóttur sem er með stúlkna- og barnakór í Víðistaðakirkju. Þá fannst prestinum sniðug hugmynd að hafa líka tónleika þar, svo þetta urðu allt í einu tvennir tónleikar,“ segir Regína. „Ég var í kór hjá Áslaugu í tíu ár þegar ég var yngri og hún er frábær stjórnandi,“ bætir hún við. Auk Áslaugar og kórsins hefur Regína fengið fjölskyldu sína til liðs við sig og ætlar eiginmaður hennar, Svenni Þór Árnason, og dóttir hennar, Aníta sjö ára, bæði að syngja á tónleikunum. „Svona til að krydda þetta og gera þetta skemmtilegra ætlum við Aníta að syngja dúett og svo syngur hún líka ein. Hún er búin að vera þrjár annir í Söngskóla Maríu Bjarkar og finnst rosalega gaman að syngja. Svenni ætlar svo að taka lagið og spila á gítar og trommur,“ útskýrir Regína, en Pálmi Sigurhjartarson spilar undir á píanó. Regína viðurkennir að æfingar fyrir tónleikana fari gjarnan fram heima. „Við fjölskyldan höfum verið að æfa í stofunni með Pálma. Svo förum við út í kirkjuna enda sé ég Lindakirkju út um gluggann.“ Eini fjölskyldumeðlimurinn sem syngur ekki á tónleikunum er Aldís María, enda aðeins hálfs árs gömul. Hún verður þó ekki fjarri góðu gamni því hún verður meðal tónleikagesta um helgina. „Bæði mamma og barnapíurnar mínar langar svo að koma að það getur enginn passað. Hún verður því bara með, enda verða þetta fjölskylduvænir tónleikar og ég vil endilega fá fullt af krökkum,“ segir Regína. Að sögn Regínu eru efnistökin á tónleikunum fjölbreytt. „Þetta eru lög sem ég var að syngja í kór þegar ég var yngri og hef gert að mínum, í bland við klassísk jólalög sem ég hef verið að syngja út um hvippinn og hvappinn. Við ætlum að hafa þetta lágstemmt og þægilegt og fylla kirkjuna af kertaljósum,“ segir Regína sem vonast til að sjá sem flesta á tónleikunum. Miðar verða seldir við innganginn, en frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. alma@frettabladid.is Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Regína Ósk Óskarsdóttir heldur tvenna jólatónleika um helgina. Þar mun hún koma fram ásamt stúlkna- og barnakór auk þess sem eiginmaður hennar og dóttir munu syngja á tónleikunum. „Þetta eiga bara að vera skemmtilegir tónleikar þar sem fólk getur farið í kirkju og upplifað sanna jólastemningu,“ segir Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona sem heldur tvenna jólatónleika um helgina. Tónleikarnir fara fram í Lindakirkju á laugardag og í Víðistaðakirkju á sunnudag og hefjast klukkan 17 báða dagana. „Ég ákvað að hafa litla tónleika í Lindakirkju og fékk til liðs við mig gamla kórstjórnandann minn, Áslaugu Bergsteinsdóttur sem er með stúlkna- og barnakór í Víðistaðakirkju. Þá fannst prestinum sniðug hugmynd að hafa líka tónleika þar, svo þetta urðu allt í einu tvennir tónleikar,“ segir Regína. „Ég var í kór hjá Áslaugu í tíu ár þegar ég var yngri og hún er frábær stjórnandi,“ bætir hún við. Auk Áslaugar og kórsins hefur Regína fengið fjölskyldu sína til liðs við sig og ætlar eiginmaður hennar, Svenni Þór Árnason, og dóttir hennar, Aníta sjö ára, bæði að syngja á tónleikunum. „Svona til að krydda þetta og gera þetta skemmtilegra ætlum við Aníta að syngja dúett og svo syngur hún líka ein. Hún er búin að vera þrjár annir í Söngskóla Maríu Bjarkar og finnst rosalega gaman að syngja. Svenni ætlar svo að taka lagið og spila á gítar og trommur,“ útskýrir Regína, en Pálmi Sigurhjartarson spilar undir á píanó. Regína viðurkennir að æfingar fyrir tónleikana fari gjarnan fram heima. „Við fjölskyldan höfum verið að æfa í stofunni með Pálma. Svo förum við út í kirkjuna enda sé ég Lindakirkju út um gluggann.“ Eini fjölskyldumeðlimurinn sem syngur ekki á tónleikunum er Aldís María, enda aðeins hálfs árs gömul. Hún verður þó ekki fjarri góðu gamni því hún verður meðal tónleikagesta um helgina. „Bæði mamma og barnapíurnar mínar langar svo að koma að það getur enginn passað. Hún verður því bara með, enda verða þetta fjölskylduvænir tónleikar og ég vil endilega fá fullt af krökkum,“ segir Regína. Að sögn Regínu eru efnistökin á tónleikunum fjölbreytt. „Þetta eru lög sem ég var að syngja í kór þegar ég var yngri og hef gert að mínum, í bland við klassísk jólalög sem ég hef verið að syngja út um hvippinn og hvappinn. Við ætlum að hafa þetta lágstemmt og þægilegt og fylla kirkjuna af kertaljósum,“ segir Regína sem vonast til að sjá sem flesta á tónleikunum. Miðar verða seldir við innganginn, en frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. alma@frettabladid.is
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“