Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tryggði sér silfurverðlaun á Smáþjóðaleikunum með sigri á Kýpur í dag. Leikurinn vannst með tíu stigum, 61-51.
Að því er kemur fram á heimasíðu KKÍ voru grísku dómararnir Íslendingum ekki hliðhollir og leyfðu lítið sem ekkert. Tap gegn Möltu í upphafi mótsins kom í veg fyrir gullið sem þær maltnesku hrepptu.
Stigahæstar í íslenska liðinu í dag voru þær Helena Sverrisdóttir með 19 stig en Birna Valgarðsdóttir skoraði 15.
Stelpurnar hlutu silfur í körfunni
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið




Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn





Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn