Körfubolti

Aðeins tveir hafa skorað meira í tapleik í lokaúrslitum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nick Bradford lék frábærlega með Grindavíkurliðinu í gær.
Nick Bradford lék frábærlega með Grindavíkurliðinu í gær. Mynd/Rósa
Það dugði ekki Grindvíkingum að Nick Bradford skoraði 38 stig á móti KR í fyrsta leik lokaúrslita Iceland Express deildar karla í DHL-Höllinni í gær. Nick varð aðeins þriðji leikmaðurinn til að skora svona mikið í lokaúrslitum án þess að dugði til sigurs.

Hinir tveir spiluðu einnig fyrir Grindavík. Herman Myers á metið en hann skoraði 44 stig í tapleik á móti Keflavík 6.apríl 1997. Darrel Lewis skoraði síðan 40 stig í tapleik á móti Keflavík 7. apríl 2003.

Nick Bradford hitti úr 12 af 19 skotum sínum í leiknum þar af setti hann niður 4 af 5 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Bradford setti auk þess niður 10 af 12 vítum sínum. Bradford skoraði 25 stigum meira en næststigahæsti leikmaður liðsins.

Nick Bradford er ennfremur í 7. sæti yfir þá leikmenn sem hafa skorað mest í einum leik í lokaúrslitum úrslitakeppni karla en Rondey Robinson á stigametið frá því að hann skoraði 50 stig fyrir Njarðvík á móti Grindavík 7. apríl 1994.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×