Lífið

Fegurðardís afhenti plötu

Unnur Birna afhenti Jógvan og Friðriki Ómari platínuplötu fyrir góða sölu á Vinalögum.
Unnur Birna afhenti Jógvan og Friðriki Ómari platínuplötu fyrir góða sölu á Vinalögum.
Fegurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir afhenti Jógvani og Friðriki Ómari platínuplötu í gærkvöldi fyrir góða sölu á plötunni Vinalög. Platan hefur selst í tíu þúsundum eintaka og er sú söluhæsta á landinu það sem af er þessu ári. Á plötunni, sem er tvöföld, syngur Friðrik Ómar þekkt færeysk lög á meðan Jógvan syngur íslenska slagara á færeysku, þar á meðal hið vinsæla Þú komst við hjartað í mér. Aðrar plötur sem gætu náð platínusölu fyrir jólin er Jólatónleikaplata Björgvins Halldórssonar og fjórða plata Hjálma sem hafa báðar selst sérlega vel upp á síðkastið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.