Hvað ræður för í vaxtapíningunni hér? Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. janúar 2009 00:01 Enn ríkir algjör óvissa um efnahagslega framtíð þjóðarinnar og hvaða stefnu skuli taka til lengri tíma litið. Fyrirtæki landsins berjast við að halda lífinu í umhverfi gjaldeyrishafta og einhverra hæstu stýrivaxta á byggðu bóli. Engan þarf að undra þótt margir séu orðnir langeygir eftir umhverfi þar sem heimili og fyrirtæki geta gert áætlanir til lengri tíma án öfgasveiflna í gengisþróun og kostnaðar vegna verðbólguskota. Í þeim löndum sem við höfum borið okkur saman við hafa stýrivextir sjaldan eða aldrei verið lægri og í hagstjórn er lagt allt kapp á að ekki verði stöðnun í efnahagslífinu. Ein af röksemdum þess að hækka hér stýrivexti í 18 prósent var að fyrirbyggja fjármagnsflótta þegar krónan yrði sett á flot. Hér er hins vegar enn viðhaldið þrúgandi aðstæðum vaxtapíningar jafnvel þó svo, líkt og Viðskiptaráð Íslands hefur réttilega bent á, að hátt stýrivaxtastig þjóni „ekki lengur því hlutverki að halda fjármagni inni í hagkerfinu þar sem nýsett gjaldeyrislög fyrirbyggja fjármagnsflutninga að nær öllu leyti". Viðskiptaráð hefur lagt til að Seðlabankinn fari að fordæmi seðlabanka annarra ríkja og lækki stýrivexti sína til að liðka fyrir aðlögun hagkerfisins. Atvinnulífið hefur yfir mestallt hávaxtaskeið Seðlabanka Íslands kallað á lægri vexti og undir það ákall er sem fyrr óhætt að taka. Í ljósi atburða síðustu mánaða verður átakanlega ljóst að kröftum Seðlabankans hefði síðustu misseri líkast til verið betur varið í að huga að fjármálastöðugleika og hlutverki sínu sem lánveitandi bankanna til þrautavara en í fyrirfram töpuðum þensluslag í umhverfi þar sem aðgengi að erlendu lánsfjármagni á allt öðrum vöxtum var nánast óheft. Sú spurning hlýtur því að vakna af hverju stýrivöxtum sé hér haldið jafnháum og raun ber vitni, jafnvel þótt hér hafi verið leidd í lög gjaldeyrishöft, að því er virðist til lengri tíma. Gjaldeyrishöftin gera um leið út um alla von um að hér verði hægt að laða að erlent fjármagn til verka og verði þau viðvarandi er ljóst að hrekjast munu úr landi mörg stöndugustu fyrirtæki þjóðarinnar sem umsvif hafa á alþjóðavísu. Vonandi er hátt vaxtastig samt vísbending um að gjaldeyrishöft eigi að vera skammvinn, enda þurfi þá enn háa vexti til að draga úr fjármagnsflótta. Um leið er þetta þá vísbending um að á næstu vikum eigi að taka af skarið um hvert skuli stefna í peningamálum þjóðarinnar. Án skýrrar og trúverðugrar stefnu í efnahagsmálum þjóðarinnar er vonlítið að hægt verði að aflétta gjaldeyrishöftum. En eftir hverju er þá beðið? Verkefnin liggja fyrir (og hafa gert lengi) og stendur upp á fólkið sem kosið hefur verið til að leiða þjóðina að leysa þau. Þegar fram líða stundir er ekki ólíklegt að fólk furði sig á öllum þeim tíma sem menn leyfa sér að taka í að leysa jafnmikilvæg mál og hversu miklu er hætt til, meðan þess er beðið að leystar verði innanflokksflækjur stjórnmálaflokka. Við aðstæður sem þessar verður að skera á hnútinn. Ef til vill verður það ekki gert nema að þjóðin fái lýst vilja sínum beint í kosningum og ríður þá á að gera það sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun
Enn ríkir algjör óvissa um efnahagslega framtíð þjóðarinnar og hvaða stefnu skuli taka til lengri tíma litið. Fyrirtæki landsins berjast við að halda lífinu í umhverfi gjaldeyrishafta og einhverra hæstu stýrivaxta á byggðu bóli. Engan þarf að undra þótt margir séu orðnir langeygir eftir umhverfi þar sem heimili og fyrirtæki geta gert áætlanir til lengri tíma án öfgasveiflna í gengisþróun og kostnaðar vegna verðbólguskota. Í þeim löndum sem við höfum borið okkur saman við hafa stýrivextir sjaldan eða aldrei verið lægri og í hagstjórn er lagt allt kapp á að ekki verði stöðnun í efnahagslífinu. Ein af röksemdum þess að hækka hér stýrivexti í 18 prósent var að fyrirbyggja fjármagnsflótta þegar krónan yrði sett á flot. Hér er hins vegar enn viðhaldið þrúgandi aðstæðum vaxtapíningar jafnvel þó svo, líkt og Viðskiptaráð Íslands hefur réttilega bent á, að hátt stýrivaxtastig þjóni „ekki lengur því hlutverki að halda fjármagni inni í hagkerfinu þar sem nýsett gjaldeyrislög fyrirbyggja fjármagnsflutninga að nær öllu leyti". Viðskiptaráð hefur lagt til að Seðlabankinn fari að fordæmi seðlabanka annarra ríkja og lækki stýrivexti sína til að liðka fyrir aðlögun hagkerfisins. Atvinnulífið hefur yfir mestallt hávaxtaskeið Seðlabanka Íslands kallað á lægri vexti og undir það ákall er sem fyrr óhætt að taka. Í ljósi atburða síðustu mánaða verður átakanlega ljóst að kröftum Seðlabankans hefði síðustu misseri líkast til verið betur varið í að huga að fjármálastöðugleika og hlutverki sínu sem lánveitandi bankanna til þrautavara en í fyrirfram töpuðum þensluslag í umhverfi þar sem aðgengi að erlendu lánsfjármagni á allt öðrum vöxtum var nánast óheft. Sú spurning hlýtur því að vakna af hverju stýrivöxtum sé hér haldið jafnháum og raun ber vitni, jafnvel þótt hér hafi verið leidd í lög gjaldeyrishöft, að því er virðist til lengri tíma. Gjaldeyrishöftin gera um leið út um alla von um að hér verði hægt að laða að erlent fjármagn til verka og verði þau viðvarandi er ljóst að hrekjast munu úr landi mörg stöndugustu fyrirtæki þjóðarinnar sem umsvif hafa á alþjóðavísu. Vonandi er hátt vaxtastig samt vísbending um að gjaldeyrishöft eigi að vera skammvinn, enda þurfi þá enn háa vexti til að draga úr fjármagnsflótta. Um leið er þetta þá vísbending um að á næstu vikum eigi að taka af skarið um hvert skuli stefna í peningamálum þjóðarinnar. Án skýrrar og trúverðugrar stefnu í efnahagsmálum þjóðarinnar er vonlítið að hægt verði að aflétta gjaldeyrishöftum. En eftir hverju er þá beðið? Verkefnin liggja fyrir (og hafa gert lengi) og stendur upp á fólkið sem kosið hefur verið til að leiða þjóðina að leysa þau. Þegar fram líða stundir er ekki ólíklegt að fólk furði sig á öllum þeim tíma sem menn leyfa sér að taka í að leysa jafnmikilvæg mál og hversu miklu er hætt til, meðan þess er beðið að leystar verði innanflokksflækjur stjórnmálaflokka. Við aðstæður sem þessar verður að skera á hnútinn. Ef til vill verður það ekki gert nema að þjóðin fái lýst vilja sínum beint í kosningum og ríður þá á að gera það sem fyrst.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun