Körfubolti

Jón Arnór: Hungrið komið aftur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Vilhelm

„Það voru tvö dæmi í gangi hjá mér. Þetta með Benetton og svo var líka topplið á Spáni sem var að sýna mér áhuga. Þetta varð svo niðurstaðan eftir að Spánn datt upp fyrir," sagði Jón Arnór Stefánsson við Vísi en Jón er búinn að skrifa undir mánaðarsamning við ítalska liðið Benetton Treviso.

Hann fer utan til Ítalíu á mánudag.

Jón Arnór kom heim á sínum tíma til þess að finna hungrið og gleðina aftur. Hann segir það hafa tekist.

„Hungrið er heldur betur komið aftur og mig hlakkar alveg hrikalega til að fara út og taka þátt í þessu. Mig langaði virkilega mikið að fara út og það er góð tilfinning. Ég átti sannast sagna ekki von á að hungrið kæmi svona fljótt aftur," sagði Jón.

„Ég er búinn að fá að fagna nóg með strákunum og það er kominn tími á að ég komi mér aftur út. Þetta verður bara skemmtilegur mánuður og ekki verra að ég dett nánast beint inn í úrslitakeppnina. Slepp við allt þetta leiðinlega," sagði Jón léttur.

Nánar er rætt við Jón Arnór í Fréttablaðinu á morgun.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×