Ragnar sýnir á Sundance 20. nóvember 2009 04:15 Vinsæll listamaður. Verk Ragnars Kjartanssonar hefur verið valið til sýningar á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar á næsta ári. Fréttablaðið/gva Verk eftir listamanninn Ragnar Kjartansson hefur verið valið til sýningar á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar á næsta ári. Verkið The End eftir listamanninn Ragnar Kjartansson hefur verið valið til sýningar á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar. Á heimasíðu Sundance-hátíðarinnar er verkinu lýst sem „dáleiðandi“, en í verkinu syngur Ragnar og spilar á ýmis hljóðfæri í kanadísku Klettafjöllunum, verkinu er svo varpað á fimm skjái þannig að úr verður heilsteypt tónverk. Verkið er hið sama og hefur verið til sýnis á Feneyja-tvíæringnum í sumar, en honum lýkur nú á sunnudaginn og hefur Ragnar þá dvalið þar í sex mánuði og málað um hundrað og fjörutíu verk á þeim tíma. Börkur Árnason, eigandi gallerís i8, segir Ragnar hafa vakið gríðarlega athygli með verki sínu á Feneyja-tvíæringnum og nú sé það orðið þannig að það séu fáir innan listaheimsins sem þekki ekki til hans. „Sýning hans í Feneyjum hefur vakið þess háttar athygli að það eru fáir í listaheiminum sem vita ekki hver Ragnar er. Verkið hefur að auki gengið eins vel og hugsast getur og á þessum tíma hafa orðið til hundrað og fjörutíu málverk,“ segir Börkur. Þess má geta að um 45 þúsund manns hafa heimsótt íslenska skálann í ár sem er 15 þúsund fleiri gestir en árið 2007. The End verður sýnd á Sundance í flokki sem nefnist New Frontier og er Ragnar einn þrettán listamanna sem sýna í þeim flokki og eru verkin valin af sérstakri nefnd á vegum hátíðarinnar. Börkur segir það einkenna verkin í þessum flokki að þar renni myndlist og kvikmyndaformið saman í eitt. „Það er ánægjulegt að sjá hversu vel þetta hefur gengið hjá Ragnari og dagskráin er þétt hjá honum næsta árið. Hann er bókaður með sýningar úti um allan heim langt fram í tímann,“ segir Börkur að lokum. - sm Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Verk eftir listamanninn Ragnar Kjartansson hefur verið valið til sýningar á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar á næsta ári. Verkið The End eftir listamanninn Ragnar Kjartansson hefur verið valið til sýningar á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar. Á heimasíðu Sundance-hátíðarinnar er verkinu lýst sem „dáleiðandi“, en í verkinu syngur Ragnar og spilar á ýmis hljóðfæri í kanadísku Klettafjöllunum, verkinu er svo varpað á fimm skjái þannig að úr verður heilsteypt tónverk. Verkið er hið sama og hefur verið til sýnis á Feneyja-tvíæringnum í sumar, en honum lýkur nú á sunnudaginn og hefur Ragnar þá dvalið þar í sex mánuði og málað um hundrað og fjörutíu verk á þeim tíma. Börkur Árnason, eigandi gallerís i8, segir Ragnar hafa vakið gríðarlega athygli með verki sínu á Feneyja-tvíæringnum og nú sé það orðið þannig að það séu fáir innan listaheimsins sem þekki ekki til hans. „Sýning hans í Feneyjum hefur vakið þess háttar athygli að það eru fáir í listaheiminum sem vita ekki hver Ragnar er. Verkið hefur að auki gengið eins vel og hugsast getur og á þessum tíma hafa orðið til hundrað og fjörutíu málverk,“ segir Börkur. Þess má geta að um 45 þúsund manns hafa heimsótt íslenska skálann í ár sem er 15 þúsund fleiri gestir en árið 2007. The End verður sýnd á Sundance í flokki sem nefnist New Frontier og er Ragnar einn þrettán listamanna sem sýna í þeim flokki og eru verkin valin af sérstakri nefnd á vegum hátíðarinnar. Börkur segir það einkenna verkin í þessum flokki að þar renni myndlist og kvikmyndaformið saman í eitt. „Það er ánægjulegt að sjá hversu vel þetta hefur gengið hjá Ragnari og dagskráin er þétt hjá honum næsta árið. Hann er bókaður með sýningar úti um allan heim langt fram í tímann,“ segir Börkur að lokum. - sm
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira