Tæknistjóra Renault boðin friðhelgi fyrir vitnisburð 15. september 2009 08:38 Fernando Alonso vann sigur í Singapú mótinu í fyrra, en áhöld eru um hvort Renault svindlaði í mótinu eður ei. mynd: kappakstur.is Ásakanir á hendur Renault um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra hafa tekið á sig nýja mynd eftir að FIA bauð Pat Symonds tæknistjóra liðsins friðhelgi ef hann vitnaði í málinu. Hann hefur þegar verið kallaður fyrir, en svaraði spurningm ekki eftir bestu getu, heldur neitaði að svara mörgum spurningum FIA. Málið verður tekið formlega fyrir hjá FIA í næstu viku. Nelson Piquet, fyrrum ökumaður Renault vill meina að Pat Symonds og Flavio Briatore hafi beðið hann að keyra bíl á varnarvegg, svo öryggisbíllinn yrði kallaður út í 14. hring. Þannig náði Fernando Alonso forystu í mótinu, þó hann væri aftarlega á ráslínu. Ef þetta reynist rétt gæti Renault átt yfir höðfi sér háa refsingu eða jafnvel bann frá kappakstri. FIA kallaði Symonds á sinn fund í kringum mótið í Belgíu, en hann neitaði að svara mikilvægum spurningum, en neitaði því hins vegar að hann hefði sagt eitthvað ósatt við dómara. Nú er FIA búið að bjóða honum friðhelgi ef hann greinir satt og rétt frá öllu sem hann verður spurður um. Sjá spurningar og svör Symonds Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ásakanir á hendur Renault um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra hafa tekið á sig nýja mynd eftir að FIA bauð Pat Symonds tæknistjóra liðsins friðhelgi ef hann vitnaði í málinu. Hann hefur þegar verið kallaður fyrir, en svaraði spurningm ekki eftir bestu getu, heldur neitaði að svara mörgum spurningum FIA. Málið verður tekið formlega fyrir hjá FIA í næstu viku. Nelson Piquet, fyrrum ökumaður Renault vill meina að Pat Symonds og Flavio Briatore hafi beðið hann að keyra bíl á varnarvegg, svo öryggisbíllinn yrði kallaður út í 14. hring. Þannig náði Fernando Alonso forystu í mótinu, þó hann væri aftarlega á ráslínu. Ef þetta reynist rétt gæti Renault átt yfir höðfi sér háa refsingu eða jafnvel bann frá kappakstri. FIA kallaði Symonds á sinn fund í kringum mótið í Belgíu, en hann neitaði að svara mikilvægum spurningum, en neitaði því hins vegar að hann hefði sagt eitthvað ósatt við dómara. Nú er FIA búið að bjóða honum friðhelgi ef hann greinir satt og rétt frá öllu sem hann verður spurður um. Sjá spurningar og svör Symonds
Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira