Körfubolti

Sigurður: Varnarleikurinn var frábær allan leikinn

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sigurður Ingimundarson.
Sigurður Ingimundarson.

„Ég er mjög sáttur með sigurinn. Varnarleikurinn var frábær hjá okkur allan leikinn en það komu leikkaflar þar sem við vorum ekki að gera nógu vel í sókninni en í heildina litið er ég mjög sáttur með okkar leik," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur í leikslok eftir 76-63 sigur liðs síns gegn Keflavík í toppbaráttuslag Iceland Express-deildar karla í kvöld.

Njarðvíkingar voru framar á flestum sviðum körfuboltans gegn Keflavík í kvöld en Sigurður hrósaði sérstaklega sterkri liðsheild.

„Keflavík er náttúrulega búið að fá á sig næst fæst stig í deildinni til þessa þannig að maður átti ef til vill ekki von á því að við myndum skora mikið en við sýndum að við getum líka spilað vörn og hugarfar leikmannanna var mjög gott.

Liðsheildin var mjög sterk og það verður að segjast að við erum ekkert að treysta á einn eða tvo leikmenn heldur eru með að gera þetta saman og Kristján [Rúnar Sigurðsson] átti til að mynda mjög góðan leik núna og það var skemmtilegt að sjá. Núna þurfum við bara að fara að gíra okkur upp fyrir mjög erfiðan leik í Hólminum á fimmtudag," sagði Sigurður brattur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×