Lífið

Gabor tapar á Madoff

Zsa Zsa Gabor
Zsa Zsa Gabor

Gamla kvikmyndastjarnan Zsa Zsa Gabor tapaði að minnsta kosti 7 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði nærri 900 milljónum íslenskra króna, á svikum bandaríska viðskipamannsins Bernards Madoff.

Gabor, sem verður 92 ára í næsta mánuði, mun hafa falið Madoff að fjárfesta hluta sparnaðar síns. Madoff hefur verið ákværður fyrir fjársvik með príamídasvindli sem rekið var undir yfirskini fjárfestingarfélags. Madoff er sagður hafa svikið fjárfesta samanlagt um 50 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 6 milljarða króna. Madoff hefur verið ákærður og er nú í stofufangelsi í þakíbúð sinni á Manhattan.

Lögfræðingar Gabor segja hana hafa áttað sig á tapinu á síðutu vikum eftir að ljóst var hversu umfangsmikil svik Madoffs hafi verið. Svo gæti farið að tap hennar reynist á endanum nærri 10 milljónum dala.

Gabor er fædd í Ungverjalandi og á hátindi ferlsins lék hún í frægum myndum á borð við Moulin Rouge (1952), Lili (1953) og Touch of Evil (1958) með Charlton Heston og Orson Welles.

Gabor er ekki eina Hollywood stjarnan sem hefur tapað á Madoff. Þar á meðal eru góðgerðarsjóður sem rekinn er af Óskarsverðlaunaleikstjóranum Steven Spielberg. Einnig munu leikarahjónin Kevin Bacon og Kyra Sedgwick hafa tapað fé.

Madoof, sem er 70 ára, var áður stjórnarformaður Nasdaq kauphallarinnar bandarísku. Hann var hendtekinn í desember og ákærður í fjársvikamáli sem virðist vera það stærsta sem komið hefur upp á Wall Street. Verði hann sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér 20 ára fangelsi og margra milljóna dala sekt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.