Körfubolti

KR-ingar frusu í fjórða leikhlutanum og Stjarnan vann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Justin Shouse var góður í kvöld.
Justin Shouse var góður í kvöld. Mynd/Vilhelm

Stjarnan vann fimm stiga stiga sigur á Íslandsmeisturum KR, 78-73, í DHl-höllinni í kvöld. Stjörnumenn sýndu mikinn styrk í lok leiksins og unnu sig til baka inn í leikinn eftir að hafa lent mest tíu stigum yfir í þriðja leikhlutanum.

Stjörnumenn, með Justin Shouse í fararbroddi skoruðu 14 stig í röð í fjórða leikhluta og unnu lokaleikhlutann á endanum með tólf stigum, 18-6, sem skilaði liðinu fimm stiga sigri.

Fyrri hálfleikur var mjög jafn allan tímann, liðin skiptust 12 sinnum á vera með forustuna og náðu aldrei meira en 4 stiga forustu. Staðan var jöfn eftir fyrsta leikhluta, 25-25, en KR var einu stigi yfir í hálfleik, 42-41, eftir að hafa náð 6-0 spretti í lok hálfleiksins.

KR-ingar byrjuðu síðan seinni hálfleik vel og voru í góðri stöðu þegar allt fór í baklás hjá liðinu í fjórða leikhlutanum.

Justin Shouse var frábær hjá Stjörnunni með 29 stig, Jovan Zdravevski var með 14 stig og Magnús Helgason skoraði 12 stig.

Brynjar Þór Björnsson og Tommy Johnson voru með 15 stig hjá KR og Finnur Atli Magnússon skoraði 13 stig.

KR-Stjarnan 73-78 (42-41)

Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 15, Tommy Johnson 15, Finnur Atli Magnússon 13 (4 varin), Semaj Inge 11, Jón Orri Kristjánsson 8

Fannar Ólafsson 6, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 2.

Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 29, Jovan Zdravevski 14, Magnús Helgason  12, Fannar Freyr Helgason 10 (14 fráköst, 5 stoðsendingar), Ólafur Aron Ingvason 6

Kjartan Atli Kjartansson 3, Birkir Guðlaugsson 2, Birgir Björn Pétursson 2.



 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×