Sport

Tyson segir hæðina ekki skipta neinu máli - útilokar að snúa aftur

Ómar Þorgeirsson skrifar
Mike Tyson.
Mike Tyson. Nordic photos/AFP

Hnefaleikagoðsögnin „Iron" Mike Tyson hefur gefið Bretanum David Haye byr undir báða vængi fyrir bardaga sinn gegn rússneska risanum Nikolai Valuev.

Tyson segir hæðina ekki skipta máli þegar komið er í hringinn og hann sýndi reyndar sjálfur fram á það margsinnis á ferli sínum.

„Hæðin skiptir ekki máli heldir er það baráttuandinn og keppnisharkan sem býr í hjarta hans sem skiptir máli. Hversu sterkur hann er sálfræðilega og andlega. Ef hann trúir því að hann geti unnið, þá getur hann unnið," sagði Tyson í viðtali við Sky Sports fréttastofuna þegar hann var spurður út í möguleika Haye gegn Valuev. Rússinn er 23 sentimetrum hærri en Bretinn.

Hinn 43 ára gamli Tyson útilokaði ennfremur að hann myndi snúa aftur í hringinn og kveðst vera kominn með aðrar áherslur.

„Fyrir mér snýst þetta ekki lengur um að langa að verða sá besti. Ég er núna bara að hugsa um fjölskyldum mína og sjá til þess að börnin mín hafi það sem allra best," sagði Tyson.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×