Lífið

Óttast fimmtíu ár

Leikarinn Hugh Grant óttast mjög að verða fimmtugur á næsta ári.
Leikarinn Hugh Grant óttast mjög að verða fimmtugur á næsta ári.

Leikarinn Hugh Grant óttast mjög að verða fimmtugur 9. september á næsta ári. „50 er ekki góð tala og við lendum öll í því að hafa áhyggjur af aldrinum,“ segir hinn einhleypi Grant.

„Mér líður stundum eins og ég hafi samið við djöfulinn um að ég megi skemmta mér núna og ráða fram úr öllu öðru síðar. Síðan kemur hann til mín og segir: „Tíminn þinn er liðinn. Ég fer með þig til helvítis og þú verður einmana gamall maður“,“ sagði hann.

Grant er barnlaus en segist vel geta orðið góður faðir í framtíðinni. „Ég er ekki í vafa um að ég yrði frábær faðir. Kannski ekki þegar börnin eru pínulítil heldur þegar þau eru orðin aðeins eldri. Samskipti mín við litlu frændur mína og frænkur eru góð og þess vegna hef ég engar áhyggjur af þessu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.