Formúla 1

F1: Campos þakklátur fyrir valið

Adrian Campos ók þessum Formúlu 1 bíl á sínum tíma, en hefur stofnað eigið lið.
Adrian Campos ók þessum Formúlu 1 bíl á sínum tíma, en hefur stofnað eigið lið. mynd: Getty Images

Adrian Campos, eigandi eins af þremur liðum sem hefur fengið grænt ljós frá FIA um að keppa í Formúlu 1 á næsta ári segist þakklátur að hafa orðið fyrir valinu.

Campos var Formúlu 1 ökumaður á síðustu öld, en stofnaði svo eigin kappaksturslið og er Fernando Alonso meðal ökumanna sem tók sín fyrstu spor með liði Campos.

Liðið er staðsett í Madrid en einnig með bækistöð fyrir tæknivinnu í Valencia. Dallara á Ítalíu mun hanna bílanna og Campos fær vélar frá Cosworth vélaframleiðandanum.

"Ég er mjög þakklátur fyrir valið og við mætum stoltir á ráslínuna á næsta ári. Ég er búinn að vera í kappakstri í 30 ár og þetta er stórt skref. Ég ræddi við Ecclestone um lið fyrir sex árum, en þá fást honum hugmyndin glórulaus. Núna styður hann okkur heilshugar. Ég býst ekki við sigrum til að byrja með, en núna hefst gríðarleg vinntörn fram að fyrsta móti", sagði Campos.

Ökumenn Campos er í tveimur efstu sætunum í GP 2 mótaröðinni sem er næsta mótaröð fyrir neðan Formúlu 1.

Sjá nánar um málið














Fleiri fréttir

Sjá meira


×