Lífið

Basterds fékk tilnefningar

inglorious basterds Stríðsópus Quentins Tarantino hefur verið tilnefnd til þrennra Screen Actors Guild-verðlauna.
inglorious basterds Stríðsópus Quentins Tarantino hefur verið tilnefnd til þrennra Screen Actors Guild-verðlauna.

Kvikmyndirnar Inglorious Basterds, Precious og Up in the Air hlutu þrjár tilnefningar hver til hinna Screen Actors Guild-verðlaunanna, sem bandarískir kvikmynda- og sjónvarpsleikarar standa á bak við.

Basterds og Precious voru báðar tilnefndar fyrir besta leikarahópinn.

Aðrar myndir sem voru tilnefndar voru Nine, The Hurt Locker og An Education. Tilnefndir sem besti leikarinn voru George Clooney, Jeff Bridges, Colin Firth, Morgan Freeman og Jeremy Renner. Í kvennaflokknum voru tilnefndar Meryl Streep, Helen Mirren, Sandra Bullock, Carey Mulligan og Gabourey Sidibe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.