Lífið

Nylon selur Brit-fötin í Kolaportinu

hjá fötunum Steinunn Camilla innan um fötin sem Nylon ætlar að selja í Kolaportinu. fréttablaðið/gva
hjá fötunum Steinunn Camilla innan um fötin sem Nylon ætlar að selja í Kolaportinu. fréttablaðið/gva

„Þetta er eiginlega blanda af sögunni okkar sem við erum að selja þarna svo við getum byrjað upp á nýtt,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir í Nylon.

Stúlknasveitin ætlar selja öll fötin sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin í Kolaportinu á laugardaginn frá klukkan 11 til 17. Allur ágóðinn rennur í sjóð vegna ferðalags þeirra til Los Angeles í janúar. Þær gerðu nýverið útgáfusamning við fyrirtækið Hollywood Records, sem hefur einnig Miley Cyrus og Jonas Brothers á sínum snærum, og þurfa því að flytja til stórborgarinnar.

Meðal annars verða til sölu sögufræg föt sem stúlkurnar klæddust á Brit-verðlaunahátíðinni í London árið 2006. Grár jakki sem Alma Guðmundsdóttir klæddist þar verður til sölu ásamt pilsinu sem Steinunn var í.

„Joss Stone er sko búin að knúsa þennan jakka,“ segir Steinunn um gráa jakkann og hlær. „Þetta var mjög fyndið því Paris Hilton var við hliðina á okkur og Kanye West líka. Maður hugsaði bara hvað við vorum litlar eitthvað.“ Einnig ætlar Steinunn að selja kjól sem hún klæddist í Losing a Friend-myndbandinu og skyrtu sem hún notaði í Closer-myndbandinu.

Hún er að sjálfsögðu mjög spennt fyrir Bandaríkjaförinni. „Þetta er svo fáránlega spennandi að það er eiginlega bara rugl. Maður er búinn að vinna að þessu svo lengi. Þetta er sætur sigur en samt er þetta bara byrjunin. Þetta er bara fyrsta skrefið inn í bransann og svo þurfum við að halda okkur þar.“- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.