Nylon selur Brit-fötin í Kolaportinu 27. nóvember 2009 06:00 hjá fötunum Steinunn Camilla innan um fötin sem Nylon ætlar að selja í Kolaportinu. fréttablaðið/gva „Þetta er eiginlega blanda af sögunni okkar sem við erum að selja þarna svo við getum byrjað upp á nýtt,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir í Nylon. Stúlknasveitin ætlar selja öll fötin sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin í Kolaportinu á laugardaginn frá klukkan 11 til 17. Allur ágóðinn rennur í sjóð vegna ferðalags þeirra til Los Angeles í janúar. Þær gerðu nýverið útgáfusamning við fyrirtækið Hollywood Records, sem hefur einnig Miley Cyrus og Jonas Brothers á sínum snærum, og þurfa því að flytja til stórborgarinnar. Meðal annars verða til sölu sögufræg föt sem stúlkurnar klæddust á Brit-verðlaunahátíðinni í London árið 2006. Grár jakki sem Alma Guðmundsdóttir klæddist þar verður til sölu ásamt pilsinu sem Steinunn var í. „Joss Stone er sko búin að knúsa þennan jakka,“ segir Steinunn um gráa jakkann og hlær. „Þetta var mjög fyndið því Paris Hilton var við hliðina á okkur og Kanye West líka. Maður hugsaði bara hvað við vorum litlar eitthvað.“ Einnig ætlar Steinunn að selja kjól sem hún klæddist í Losing a Friend-myndbandinu og skyrtu sem hún notaði í Closer-myndbandinu. Hún er að sjálfsögðu mjög spennt fyrir Bandaríkjaförinni. „Þetta er svo fáránlega spennandi að það er eiginlega bara rugl. Maður er búinn að vinna að þessu svo lengi. Þetta er sætur sigur en samt er þetta bara byrjunin. Þetta er bara fyrsta skrefið inn í bransann og svo þurfum við að halda okkur þar.“- fb Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
„Þetta er eiginlega blanda af sögunni okkar sem við erum að selja þarna svo við getum byrjað upp á nýtt,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir í Nylon. Stúlknasveitin ætlar selja öll fötin sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin í Kolaportinu á laugardaginn frá klukkan 11 til 17. Allur ágóðinn rennur í sjóð vegna ferðalags þeirra til Los Angeles í janúar. Þær gerðu nýverið útgáfusamning við fyrirtækið Hollywood Records, sem hefur einnig Miley Cyrus og Jonas Brothers á sínum snærum, og þurfa því að flytja til stórborgarinnar. Meðal annars verða til sölu sögufræg föt sem stúlkurnar klæddust á Brit-verðlaunahátíðinni í London árið 2006. Grár jakki sem Alma Guðmundsdóttir klæddist þar verður til sölu ásamt pilsinu sem Steinunn var í. „Joss Stone er sko búin að knúsa þennan jakka,“ segir Steinunn um gráa jakkann og hlær. „Þetta var mjög fyndið því Paris Hilton var við hliðina á okkur og Kanye West líka. Maður hugsaði bara hvað við vorum litlar eitthvað.“ Einnig ætlar Steinunn að selja kjól sem hún klæddist í Losing a Friend-myndbandinu og skyrtu sem hún notaði í Closer-myndbandinu. Hún er að sjálfsögðu mjög spennt fyrir Bandaríkjaförinni. „Þetta er svo fáránlega spennandi að það er eiginlega bara rugl. Maður er búinn að vinna að þessu svo lengi. Þetta er sætur sigur en samt er þetta bara byrjunin. Þetta er bara fyrsta skrefið inn í bransann og svo þurfum við að halda okkur þar.“- fb
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira