Lífið

Skilja á sviðinu

Tinna og Sveinn eru trúlofuð.
Tinna og Sveinn eru trúlofuð.

„Það er búið að vera mjög skemmtilegt. Reyndar er það svo að þegar við förum inn á sviðið hættir hann að vera maðurinn minn og verður í huga mínum hinn viðkunnalegi en dularfulli Höskuldur," svarar Tinna Hrafnsdóttir leikkona brosandi aðspurð hvernig er að leika með unnusta sínum, Sveini Geirssyni en þau leika saman í leikritinu „Fyrir framan annað fólk" eftir Kristján Þórð Hrafnsson sem sýnt er um þessar mundir í Hafnarfjarðarleikhúsinu.

Takið þið vinnuna með heim? „Við byrjuðum reyndar að æfa leikritið með leikstjóranum á heimili okkar svo það má kannski frekar segja að við höfum tekið heimilið inn í vinnuna. En að öðru leyti tekst okkur vel að aðskilja vinnu og einkalíf," segir Tinna.

Sjá heimasíðu Hafnarfjarðarleikhússins. Nú eru aðeins þrjár sýningar eftir, laugardagskvöldið 28. nóvember, sunnudagskvöldið 29. nóvember og laugardagskvöldið 5. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.