Er val? Steinunn Stefánsdóttir skrifar 8. október 2009 06:00 Þjóðin minnist þess um þessar mundir að ár er liðið frá hruni íslenska bankakerfisins. Fátt er ljóst um það hvað framtíðin ber í skauti sér, annað en að fyrir liggur að landið er svo skuldsett að það mun taka áratugi að vinna sig út úr því. Vitanlega hefur almenningur áhyggjur af stöðu mála, ekki síst þeim þætti að varpa skuldaklafa á herðar afkomendunum. Þessar áhyggjur birtast greinilega í umræðunni um Icesave-málið. Icesave-málið er vel afmarkað að umfangi. Það er auðvelt að benda á það hverjir bera ábyrgð á því og ættu þess vegna að glíma við afleiðingarnar. Það er sömuleiðis morgunljóst að íslenskur almenningur átti engan þátt í Icesave-klúðrinu og ætti því ekki að sitja uppi með fjárhagslegar afleiðingar þess. Hitt er líka ljóst að Íslendingar eru þjóð meðal þjóða í alþjóðlegu samhengi og eins og sakir standa er okkur afar mikilvægt að njóta virðingar og velvilja á þeim vettvangi. Í samskiptum milli ríkja tíðkast að taka skuldbindingar alvarlega. Samningum milli aðila verður heldur ekki breytt nema með aðkomu, eða í það minnsta samþykki, þeirra sem hlut eiga að máli. Þetta á við um þær skuldbindingar sem gefnar voru í Icesave-málinu strax síðastliðið haust og samningana sem svo voru undirritaðir á vordögum, hvaða skoðun sem menn hafa svo á réttlætinu í því. Umræðan um Icesave-málið hefur á stundum einkennst af ábyrgðarleysi. Stjórnarandstaðan hefur dregið upp þá mynd að oddvitar ríkisstjórnarinnar hafi í hendi sér val á milli tveggja kosta, annars vegar að hlekkja þjóð sína í ævarandi skuldafangelsi og hins vegar að byggja upp sjálfstætt samfélag sem ekki þiggur aðstoð frá öðrum þjóðum og reiðir sig því, að minnsta kosti næstu árin, að mestu á sjálfa sig þangað til hún getur risið skuldlítil upp úr kreppunni. Látið hefur verið að því liggja að valið standi á milli kreppu sem vissulega geti orðið mjög djúp á næstu mánuðum og misserum en svo muni uppbyggingin verða hröð, og hins að kreppan verði ekki ívið eins djúp en á móti komi skuldaklafinn sem fylgja muni þjóðinni langt inn í framtíðina. Gallinn er hins vegar sá að kreppa er ekki fyrirbrigði af ákveðnu fyrirframgefnu umfangi sem val stendur um hvernig er tekið út; annað hvort dýpra og hraðar eða grynnra og lengur. Þvert á móti er eðli kreppu því miður þannig að því dýpri sem hún verður, þeim mun líklegra er að afleiðingar hennar vari lengur. Þannig er það engan veginn gefið að fjárhagslegar byrðar sem börn okkar og barnabörn þurfa að bera vegna hrunsins 2008 verði minni þótt Íslendingar greiði ekki Bretum og Hollendingum krónu upp í Icesave-skuldirnar. Vinstriflokkarnir fengu skýrt umboð þjóðarinnar í vor til að stýra endurreisn samfélagsins eftir hrunið. Skilaboð þjóðarinnar í kjörklefanum voru að hún vildi að velferðargildi félagshyggjuaflanna yrðu höfð að leiðarljósi við þær afar erfiðu aðstæður sem við glímum nú við. Það er ábyrgðarhluti að virða þessi skilaboð að vettugi og vera kann að það gæti orðið þjóðinni jafnvel dýrkeyptara en að standa við Icesave-skuldbindingarnar, bæði pólitískt og efnahagslega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun
Þjóðin minnist þess um þessar mundir að ár er liðið frá hruni íslenska bankakerfisins. Fátt er ljóst um það hvað framtíðin ber í skauti sér, annað en að fyrir liggur að landið er svo skuldsett að það mun taka áratugi að vinna sig út úr því. Vitanlega hefur almenningur áhyggjur af stöðu mála, ekki síst þeim þætti að varpa skuldaklafa á herðar afkomendunum. Þessar áhyggjur birtast greinilega í umræðunni um Icesave-málið. Icesave-málið er vel afmarkað að umfangi. Það er auðvelt að benda á það hverjir bera ábyrgð á því og ættu þess vegna að glíma við afleiðingarnar. Það er sömuleiðis morgunljóst að íslenskur almenningur átti engan þátt í Icesave-klúðrinu og ætti því ekki að sitja uppi með fjárhagslegar afleiðingar þess. Hitt er líka ljóst að Íslendingar eru þjóð meðal þjóða í alþjóðlegu samhengi og eins og sakir standa er okkur afar mikilvægt að njóta virðingar og velvilja á þeim vettvangi. Í samskiptum milli ríkja tíðkast að taka skuldbindingar alvarlega. Samningum milli aðila verður heldur ekki breytt nema með aðkomu, eða í það minnsta samþykki, þeirra sem hlut eiga að máli. Þetta á við um þær skuldbindingar sem gefnar voru í Icesave-málinu strax síðastliðið haust og samningana sem svo voru undirritaðir á vordögum, hvaða skoðun sem menn hafa svo á réttlætinu í því. Umræðan um Icesave-málið hefur á stundum einkennst af ábyrgðarleysi. Stjórnarandstaðan hefur dregið upp þá mynd að oddvitar ríkisstjórnarinnar hafi í hendi sér val á milli tveggja kosta, annars vegar að hlekkja þjóð sína í ævarandi skuldafangelsi og hins vegar að byggja upp sjálfstætt samfélag sem ekki þiggur aðstoð frá öðrum þjóðum og reiðir sig því, að minnsta kosti næstu árin, að mestu á sjálfa sig þangað til hún getur risið skuldlítil upp úr kreppunni. Látið hefur verið að því liggja að valið standi á milli kreppu sem vissulega geti orðið mjög djúp á næstu mánuðum og misserum en svo muni uppbyggingin verða hröð, og hins að kreppan verði ekki ívið eins djúp en á móti komi skuldaklafinn sem fylgja muni þjóðinni langt inn í framtíðina. Gallinn er hins vegar sá að kreppa er ekki fyrirbrigði af ákveðnu fyrirframgefnu umfangi sem val stendur um hvernig er tekið út; annað hvort dýpra og hraðar eða grynnra og lengur. Þvert á móti er eðli kreppu því miður þannig að því dýpri sem hún verður, þeim mun líklegra er að afleiðingar hennar vari lengur. Þannig er það engan veginn gefið að fjárhagslegar byrðar sem börn okkar og barnabörn þurfa að bera vegna hrunsins 2008 verði minni þótt Íslendingar greiði ekki Bretum og Hollendingum krónu upp í Icesave-skuldirnar. Vinstriflokkarnir fengu skýrt umboð þjóðarinnar í vor til að stýra endurreisn samfélagsins eftir hrunið. Skilaboð þjóðarinnar í kjörklefanum voru að hún vildi að velferðargildi félagshyggjuaflanna yrðu höfð að leiðarljósi við þær afar erfiðu aðstæður sem við glímum nú við. Það er ábyrgðarhluti að virða þessi skilaboð að vettugi og vera kann að það gæti orðið þjóðinni jafnvel dýrkeyptara en að standa við Icesave-skuldbindingarnar, bæði pólitískt og efnahagslega.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun