Ertu búinn í bæinn? Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 22. ágúst 2009 06:00 Maður er manns gaman, sögðu gömlu mennirnir. Í dag koma borgarbúar saman á torgum og strætum höfuðstaðarins, Menningarnótt blasir við með öllum sínum uppákomum og furðum. Dagurinn verður langur og endar í ljósadýrð á hausthimninum. Samkomuhaldi okkar þennan dag svipar til lífsins: við leggjum af stað árla með fögur fyrirheit og miklar vonir, örkum um stéttar og götur, reynum að halda okkur sólarmegin og í skjóli. Förin á þröngu svæði liggur yfir holt og hæðir, stundum stefnulaust ráp og í hringi - hvar er eitthvað spennandi? Er ég að missa af einhverju? Stefnumót misfarast, vinir fara á mis. Eigum við ekki að hringjast á? Undrið er svo að finna gamla þreytta frænku á bekk eða rekast á gamlan skólafélaga sem veit enn allt best og getur kennt öllum hvernig á að gera hlutina þótt hárið fagra sé horfið og hann kominn með gleraugu til að sjá betur. Eða þá að rekast á börnin sem eru orðin ungt fólk með spriklandi lífið í höndum sér og glampandi bros í augum: ég er svona stór! Og mannhafið stækkar á strætunum, stendur af sér skúr stutta stund í skjóli húsanna misgamalla í götunum okkar skrýtnu sem hafa fæstar nokkurn heildarsvip en eru eins og sýnikennsla í misleitum stílum tuttugustu aldarinnar. Í jaðrinum er bílaflotinn á breiðum flákum, stolt okkar, skuldum vafinn, einhvers konar staðfesting á að þegar við höfðum loksins byggt borg, varð hún að vera kópía af sveitinni fornu þar sem langt var á milli bæja svo dagspart þurfti til að reka erindi eða hitta mann. Hvar lagði ég aftur bílnum? Og skarinn, háir og lágir á sama rólinu, finnur á endanum sitt rórill, hver og einn sinn stað. Öll erum við kvíðin vetrinum, reynum að búa okkur fyrir haustveðrin, tilbúin að skilja, jafnvel fyrirgefa misgerðir og gæfuleysið sem okkur var svo snögglega steypt í. Hvar vorum við fyrir ári? Hver vorum við fyrir ári? Hver erum við nú? Hvert liggur leiðin okkar héðan? Víst gæti námskeið í afsökunum hjálpað sumum eitthvað, en fyrirgefningin er ekki eins manns yfirbót og iðrun. Hún er meira og stærra og teygir sig víðar eftir því sem afbrotið og misgjörðin hefur víðtækari áhrif. Og hafi brotamaðurinn steigurlætið eitt í hjarta sér mun hann aðeins uppskera fyrirlitninguna sem er ekki síður erfitt að bera með sér. Við þurfum að hreinsa út. Menningarnótt og samkomuhald langan sumardag færir okkur saman og við nýtum þau tækifæri vel og oftast stórslysalaust þótt alltaf sé gikkur í veiðistöð og glanni á göngunni. Þar komum við til dyranna eins og við erum klædd: bjartsýn og reiðubúin að vera veitul, svolítið feimin en reynum að vera hress en þó við öllu búin. Það geta skipast hratt veður í lofti og stormur skollið á. Við erum þrátt fyrir allt berskjölduð fyrir öllum veðrum á eyjunni okkar. Og nú göngum við út í daginn saman, mætumst og verum glöð. Grípum daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Maður er manns gaman, sögðu gömlu mennirnir. Í dag koma borgarbúar saman á torgum og strætum höfuðstaðarins, Menningarnótt blasir við með öllum sínum uppákomum og furðum. Dagurinn verður langur og endar í ljósadýrð á hausthimninum. Samkomuhaldi okkar þennan dag svipar til lífsins: við leggjum af stað árla með fögur fyrirheit og miklar vonir, örkum um stéttar og götur, reynum að halda okkur sólarmegin og í skjóli. Förin á þröngu svæði liggur yfir holt og hæðir, stundum stefnulaust ráp og í hringi - hvar er eitthvað spennandi? Er ég að missa af einhverju? Stefnumót misfarast, vinir fara á mis. Eigum við ekki að hringjast á? Undrið er svo að finna gamla þreytta frænku á bekk eða rekast á gamlan skólafélaga sem veit enn allt best og getur kennt öllum hvernig á að gera hlutina þótt hárið fagra sé horfið og hann kominn með gleraugu til að sjá betur. Eða þá að rekast á börnin sem eru orðin ungt fólk með spriklandi lífið í höndum sér og glampandi bros í augum: ég er svona stór! Og mannhafið stækkar á strætunum, stendur af sér skúr stutta stund í skjóli húsanna misgamalla í götunum okkar skrýtnu sem hafa fæstar nokkurn heildarsvip en eru eins og sýnikennsla í misleitum stílum tuttugustu aldarinnar. Í jaðrinum er bílaflotinn á breiðum flákum, stolt okkar, skuldum vafinn, einhvers konar staðfesting á að þegar við höfðum loksins byggt borg, varð hún að vera kópía af sveitinni fornu þar sem langt var á milli bæja svo dagspart þurfti til að reka erindi eða hitta mann. Hvar lagði ég aftur bílnum? Og skarinn, háir og lágir á sama rólinu, finnur á endanum sitt rórill, hver og einn sinn stað. Öll erum við kvíðin vetrinum, reynum að búa okkur fyrir haustveðrin, tilbúin að skilja, jafnvel fyrirgefa misgerðir og gæfuleysið sem okkur var svo snögglega steypt í. Hvar vorum við fyrir ári? Hver vorum við fyrir ári? Hver erum við nú? Hvert liggur leiðin okkar héðan? Víst gæti námskeið í afsökunum hjálpað sumum eitthvað, en fyrirgefningin er ekki eins manns yfirbót og iðrun. Hún er meira og stærra og teygir sig víðar eftir því sem afbrotið og misgjörðin hefur víðtækari áhrif. Og hafi brotamaðurinn steigurlætið eitt í hjarta sér mun hann aðeins uppskera fyrirlitninguna sem er ekki síður erfitt að bera með sér. Við þurfum að hreinsa út. Menningarnótt og samkomuhald langan sumardag færir okkur saman og við nýtum þau tækifæri vel og oftast stórslysalaust þótt alltaf sé gikkur í veiðistöð og glanni á göngunni. Þar komum við til dyranna eins og við erum klædd: bjartsýn og reiðubúin að vera veitul, svolítið feimin en reynum að vera hress en þó við öllu búin. Það geta skipast hratt veður í lofti og stormur skollið á. Við erum þrátt fyrir allt berskjölduð fyrir öllum veðrum á eyjunni okkar. Og nú göngum við út í daginn saman, mætumst og verum glöð. Grípum daginn.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun