Langavitleysan Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 6. október 2009 09:28 Rökin fyrir uppbyggingu nýrra álvera á Bakka við Húsavík og í Helguvík á Vatnsleysuströnd eru vel kunn: landkostir okkar til framleiðslu rafmagns eru slíkir að við eigum ekki að láta strauminn, vatnsafl eða gufu, líða hjá án þess að virkja. Það er í fyrsta lagi. Þá eru erlendir auðhringar ánægðir yfir að koma hingað inn með tækniþekkingu sína og fjármagn til að reisa stórar og nútímalegar verksmiðjur sem taka í afköstum fram eldri verksmiðjum í öðrum löndum. Þótt efasemdir hafi alla tíð verið uppi um að íslenskir ráðamenn hafi orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að ná fram hæsta verði fyrir það rafmagn sem þegar er selt. Stórir kaupendur hafa alla tíð haft hreðjatak á þeim íslensku karlmönnum sem samið hafa um söluverð á íslensku rafmagni, samningar hafa til þessa verið unnir í nauðvörn íslenskra hagsmuna. Reynslan ætti því að beina okkur frá samningum um álbræðslur og auðhringa í málmiðnaði sem eru arðránsfyrirtæki hvar sem þeir hola sér niður á jarðarkringlunni. Það er í öðru lagi. Nú varð mikil umbreyting á ráðstöfunarrétti svæða undir verksmiðjur og í framhaldi af því virkjanir fyrir fáum árum: röksemdin var sú að það væri réttur sveitarfélaga misstórra að opna héruð sín fyrir þurftafrekum framkvæmdum af þessu tagi. En fámenn sveitarfélög verða auðveldur leiksoppur kraftmikilla og auðugra fyrirtækja. Reyndar er svo komið að jafnvel þótt sveitarfélögum yrði fækkað enn frekar, þá er íslenskt samfélag að stærðargráðu á við smáborg í samanburði við fjölmennari þjóðir. Raunar ætti landið miðað við mannfjölda að vera eitt sveitarfélag, eitt kjördæmi. En sveitarfélögin ráða þessu, þótt hér þurfi miklu stærra afl almannasjóða til að hrinda stórvirkjum sem álbræðslum og nauðsynlegum virkjunum í framkvæmd. Sveitarstjórnir nyrðra og syðra eru löngu komnar fram úr sér í þessum þætti atvinnuuppbyggingar. Nýlega hefur umhverfisráðherra sent til baka áætlanir um stórfelldar línulagnir, reyndar löngu eftir að frestur til slíkra ákvarðana var úti, sem er léleg stjórnsýsla og ekki til fyrirmyndar. Jafnvel þótt vitað sé um sterka andstöðu við þessar línulagnir þar sem þær eiga að fara um. Látum það vera. Hitt er verra og því verða gagnrýnendur ráðherrans að svara þjóðinni: stærð þeirra verksmiðja sem á teikniborði eru er mun meiri en óvirkjaðar auðlindir vatns og gufu geta staðið undir. Helguvík, Bakki og Straumsvík gera meira en að nota allt sem fáanlegt er, þær þurfa meira. Og til þess dugar ekki loftið í sveitarstjórnarmönnum. Og þá er enn eftir annar hjalli: hvar á að fá fjármagn til að hrinda þessum áformum í gang í næsta virkjunaráfanga þeirra sem þjóna vilja hagsmunum erlendra stórfyrirtækja? Langavitleysan sem hluti embættismanna almennings hefur spilað í nokkur misseri verður að taka enda: það er heimska að ætla að nýta alla fáanlega orku fyrir gjafverð til langrar framtíðar. Ráðamenn verða í undanfara sveitarstjórnarkosninga að svara almenningi með rökum og staðreyndum: hvaða orka á að keyra draumasmiðjur þeirra á fullu, hvar á að fá fjármagn til að reisa nauðsynlegar virkjanir? Og hvað á að gera dugi þær ekki til? Kunni þeir ekki svörin á að finna handa þeim nýtt spilaborð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun
Rökin fyrir uppbyggingu nýrra álvera á Bakka við Húsavík og í Helguvík á Vatnsleysuströnd eru vel kunn: landkostir okkar til framleiðslu rafmagns eru slíkir að við eigum ekki að láta strauminn, vatnsafl eða gufu, líða hjá án þess að virkja. Það er í fyrsta lagi. Þá eru erlendir auðhringar ánægðir yfir að koma hingað inn með tækniþekkingu sína og fjármagn til að reisa stórar og nútímalegar verksmiðjur sem taka í afköstum fram eldri verksmiðjum í öðrum löndum. Þótt efasemdir hafi alla tíð verið uppi um að íslenskir ráðamenn hafi orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að ná fram hæsta verði fyrir það rafmagn sem þegar er selt. Stórir kaupendur hafa alla tíð haft hreðjatak á þeim íslensku karlmönnum sem samið hafa um söluverð á íslensku rafmagni, samningar hafa til þessa verið unnir í nauðvörn íslenskra hagsmuna. Reynslan ætti því að beina okkur frá samningum um álbræðslur og auðhringa í málmiðnaði sem eru arðránsfyrirtæki hvar sem þeir hola sér niður á jarðarkringlunni. Það er í öðru lagi. Nú varð mikil umbreyting á ráðstöfunarrétti svæða undir verksmiðjur og í framhaldi af því virkjanir fyrir fáum árum: röksemdin var sú að það væri réttur sveitarfélaga misstórra að opna héruð sín fyrir þurftafrekum framkvæmdum af þessu tagi. En fámenn sveitarfélög verða auðveldur leiksoppur kraftmikilla og auðugra fyrirtækja. Reyndar er svo komið að jafnvel þótt sveitarfélögum yrði fækkað enn frekar, þá er íslenskt samfélag að stærðargráðu á við smáborg í samanburði við fjölmennari þjóðir. Raunar ætti landið miðað við mannfjölda að vera eitt sveitarfélag, eitt kjördæmi. En sveitarfélögin ráða þessu, þótt hér þurfi miklu stærra afl almannasjóða til að hrinda stórvirkjum sem álbræðslum og nauðsynlegum virkjunum í framkvæmd. Sveitarstjórnir nyrðra og syðra eru löngu komnar fram úr sér í þessum þætti atvinnuuppbyggingar. Nýlega hefur umhverfisráðherra sent til baka áætlanir um stórfelldar línulagnir, reyndar löngu eftir að frestur til slíkra ákvarðana var úti, sem er léleg stjórnsýsla og ekki til fyrirmyndar. Jafnvel þótt vitað sé um sterka andstöðu við þessar línulagnir þar sem þær eiga að fara um. Látum það vera. Hitt er verra og því verða gagnrýnendur ráðherrans að svara þjóðinni: stærð þeirra verksmiðja sem á teikniborði eru er mun meiri en óvirkjaðar auðlindir vatns og gufu geta staðið undir. Helguvík, Bakki og Straumsvík gera meira en að nota allt sem fáanlegt er, þær þurfa meira. Og til þess dugar ekki loftið í sveitarstjórnarmönnum. Og þá er enn eftir annar hjalli: hvar á að fá fjármagn til að hrinda þessum áformum í gang í næsta virkjunaráfanga þeirra sem þjóna vilja hagsmunum erlendra stórfyrirtækja? Langavitleysan sem hluti embættismanna almennings hefur spilað í nokkur misseri verður að taka enda: það er heimska að ætla að nýta alla fáanlega orku fyrir gjafverð til langrar framtíðar. Ráðamenn verða í undanfara sveitarstjórnarkosninga að svara almenningi með rökum og staðreyndum: hvaða orka á að keyra draumasmiðjur þeirra á fullu, hvar á að fá fjármagn til að reisa nauðsynlegar virkjanir? Og hvað á að gera dugi þær ekki til? Kunni þeir ekki svörin á að finna handa þeim nýtt spilaborð.