Lífið

Jólahjólið fær verðuga keppni

sniglabandið Hljómsveitin Sniglabandið gefur á mánudag út sína fyrstu jólaplötu. Nefnist hún Jól, meiri jól.
sniglabandið Hljómsveitin Sniglabandið gefur á mánudag út sína fyrstu jólaplötu. Nefnist hún Jól, meiri jól.

Sniglabandið sendir á mánudag frá sér sína fyrstu jólaplötu sem nefnist Jól, meiri jól.

„Í fyrra gáfum við út jólalag sem vakti þó nokkra athygli sem heitir Jól, meiri jól. Upp úr því fórum við að spá í útgáfu og ákváðum að taka skrefið næstu jól og gefa út jólaplötu," segir Pálmi Sigurhjartarson.

„Hljómsveitin vakti fyrst athygli fyrir jólalag fyrir mörgum árum og fólk tengir þetta svolítið saman," segir Pálmi og á þar við Jólahjólið sem Stefán Hilmarsson söng eftirminnilega. Það lag er einmitt að finna á nýju plötunni í endurhljóðblandaðri útgáfu. Upphaflega segulbandið með laginu fannst í geymslu og til þess að hressa upp á það þurfti að stinga því í bakaraofn og hita í sólarhring í 50° hita. „Þetta er ráð sem er notað með gömul segulbönd," segir Pálmi, eins og ekkert sé eðlilegra. "

Hann segir Stefán Hilmars þó ekkert koma við sögu á nýju plötunni, nema í Jólahjólinu. „Hann hlustaði á það með okkur og var mjög ánægður með útgáfuna sem var gerð," segir Pálmi og bætir við að Jólahjólið fái verðuga keppninauta á nýju plötunni. „Ég hugsa að nokkur lög gætu slagað vel upp í Jólahjólið." - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.