Vörður Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 22. júlí 2009 00:01 Vörður og gamlar þjóðleiðir þykja mér afar áhugaverð fyrirbæri. Þá á ég við fornar vörður sem einfölduðu forfeðrum okkar för sína um veglaust og viðsjárvert landslag en ekki steinahrúgur sem ferðamenn reisa án nokkurrar ástæðu. Síðarnefndu vörðurnar þykja mér reyndar álíka óspennandi fyrirbæri og mér þykja þær fyrrnefndu heillandi. Þessi fornu samgöngutæki Íslendinga þykja mér reyndar afar vanmetnar gersemar. Hér á landi eru ekki mörg gömul mannvirki en þær sögur sem finna má í landslaginu eru þeim mun fleiri og litríkari. Vörðurnar sýna hvaða leið þótti öruggast að fara og sátt ríkti um að væri greiðfærust og öruggust. Fari maður eftir þeirri leið sem þær liggja getur maður farið í fótspor forfeðranna í bókstaflegum skilningi og aukið skilning sinn á landinu til mikilla muna. Vegna þessa áhuga þótti mér mikið happ að rekast á mann fyrir skemmstu við Keflavík þar sem ég stóð og dáðist að fagurri vörðu. Karlinn sagði þessa vörðu heita Prestavörðu, nefnda eftir séra Sigurði Sívertsen sem þurfti að hafast við hana í ofsaveðri árið 1876. Nokkru seinna gúgglaði ég nafnið og örnefnið og sá að sögunnar hafði verið getið í predikun við Keflavíkurkirkju en þar segir að það hafi orðið klerknum til lífs að halda þar kyrru fyrir og spara orkuna í stað þess að rembast áfram stefnulaust í blindbyl og ófærð. Við frásögnina dæsti ég og sagði, já þessarar sögu er vert að minnast nú; en í námunda við mig var kveikt á sjónvarpi þar sem heyra mátti þingmenn, sem nær allir ofnotuðu orðið vegferð, gera grein fyrir atkvæði sínu um hvort ganga ætti til tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið. Ég sá fyrir mér að hægt væri að ímynda sér staðinn þar sem presturinn leitaði skjóls sem myndlíkingu fyrir skjól sem gæti fengist af Evrópusambandinu, að íslenskir ráðamenn myndu kannski hætta að eigra um stefnulaust. Félagi minn æstist þó allur upp við að heyra þann skilning á sögunni og sagði að það að leggja út í aðildarviðræður nú væri mun líkara því að leggja út í storminn í stað þess að hvílast. Þótti mér sú yfirfærsla á sögunni álíka rétt og mín. Hins vegar varð ég að bæta við að presturinn hefði svo sannarlega ekki komist til byggða hefði hann ákveðið að yfirgefa aldrei aftur staðinn þar sem hann hafðist fyrst við í fárviðrinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Vörður og gamlar þjóðleiðir þykja mér afar áhugaverð fyrirbæri. Þá á ég við fornar vörður sem einfölduðu forfeðrum okkar för sína um veglaust og viðsjárvert landslag en ekki steinahrúgur sem ferðamenn reisa án nokkurrar ástæðu. Síðarnefndu vörðurnar þykja mér reyndar álíka óspennandi fyrirbæri og mér þykja þær fyrrnefndu heillandi. Þessi fornu samgöngutæki Íslendinga þykja mér reyndar afar vanmetnar gersemar. Hér á landi eru ekki mörg gömul mannvirki en þær sögur sem finna má í landslaginu eru þeim mun fleiri og litríkari. Vörðurnar sýna hvaða leið þótti öruggast að fara og sátt ríkti um að væri greiðfærust og öruggust. Fari maður eftir þeirri leið sem þær liggja getur maður farið í fótspor forfeðranna í bókstaflegum skilningi og aukið skilning sinn á landinu til mikilla muna. Vegna þessa áhuga þótti mér mikið happ að rekast á mann fyrir skemmstu við Keflavík þar sem ég stóð og dáðist að fagurri vörðu. Karlinn sagði þessa vörðu heita Prestavörðu, nefnda eftir séra Sigurði Sívertsen sem þurfti að hafast við hana í ofsaveðri árið 1876. Nokkru seinna gúgglaði ég nafnið og örnefnið og sá að sögunnar hafði verið getið í predikun við Keflavíkurkirkju en þar segir að það hafi orðið klerknum til lífs að halda þar kyrru fyrir og spara orkuna í stað þess að rembast áfram stefnulaust í blindbyl og ófærð. Við frásögnina dæsti ég og sagði, já þessarar sögu er vert að minnast nú; en í námunda við mig var kveikt á sjónvarpi þar sem heyra mátti þingmenn, sem nær allir ofnotuðu orðið vegferð, gera grein fyrir atkvæði sínu um hvort ganga ætti til tvöfaldrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið. Ég sá fyrir mér að hægt væri að ímynda sér staðinn þar sem presturinn leitaði skjóls sem myndlíkingu fyrir skjól sem gæti fengist af Evrópusambandinu, að íslenskir ráðamenn myndu kannski hætta að eigra um stefnulaust. Félagi minn æstist þó allur upp við að heyra þann skilning á sögunni og sagði að það að leggja út í aðildarviðræður nú væri mun líkara því að leggja út í storminn í stað þess að hvílast. Þótti mér sú yfirfærsla á sögunni álíka rétt og mín. Hins vegar varð ég að bæta við að presturinn hefði svo sannarlega ekki komist til byggða hefði hann ákveðið að yfirgefa aldrei aftur staðinn þar sem hann hafðist fyrst við í fárviðrinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun