Lífið

Engin Rokklands-plata í ár

Engin Rokklands-plata kemur út fyrir þessi jól. Framleiðslukostnaður hefur tvöfaldast á skömmum tíma.
Engin Rokklands-plata kemur út fyrir þessi jól. Framleiðslukostnaður hefur tvöfaldast á skömmum tíma.

„Það er frí þetta árið en ég vonast til að koma sterkur inn á næsta ári,“ segir útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, eða Óli Palli á Rás 2. Rokklands-safnplata hans sem hefur komið út fyrir jól síðastliðin átta ár kemur ekki út í ár. Hin aldræmda kreppa hefur þar töluvert að segja.

„Ég hef haft mikið að gera og forsendur hafa örlítið breyst. Plötusala hefur dregist saman og það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið mest seldu plöturnar fyrir jólin,“ segir Óli Palli.

„Ég hef reynt að hafa þetta vandaðar útgáfur og í rauninni hefur þetta verið eins og lítil bók með músík. En þetta hefur ekki verið að mokast út eins og Jólagestir Björgvins, Páll Óskar eða Bubbi. Og þegar framleiðslan á diskunum hækkar um helming er tæpt að þetta hafist. Það vill enginn borga með því sem hann er að gera.“

Óli er hvergi nærri af baki dottinn og stefnir á að halda áfram með Rokklands-plöturnar næstu árin. „Það komu átta plötur í röð og ég vona að næstu átta árin hefjist strax á næsta ári. Ég er með mynd af Dalai Lama fyrir aftan mig og ég gefst aldrei upp, enda hef ég svo gaman af þessu,“ segir hann og bætir við að safnplöturnar séu góð viðbót við útvarpsþáttinn Rokkland. „Það er gaman að skapa eitthvað, þótt það sé ekki merkilegra en að raða saman lögum á kassettur.“

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.