Viðskipti innlent

Óbreyttir stýrivextir hjá Seðlabankanum

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að vextir lána gegn veði verði áfram 12% og vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verði áfram 9,5%, en að daglánavextir lækki úr 16% í 14,5%.

Flestir höfðu búist við þessari niðurstöðu. Nánar verður gert grein fyrir ákvörðuninni klukkan 11 og er hægt að fylgjast með því í vefútsendingu á heimasíðu Seðlabankans.

Í tilkynningu um málið segir að Seðlabanki Íslands hefur einnig ákveðið að halda uppboð á innstæðubréfum til 28 daga. Uppboðin verða haldin vikulega á miðvikudögum. Fyrsta uppboðið verður haldið miðvikudaginn 30. september næstkomandi. Seðlabankinn býður út takmarkaða heildarfjárhæð og gagnaðilar bjóða í vexti, með 9,5% lágmarksvexti og 10% hámarksvexti.

Á hverju uppboði verða seld innstæðubréf að andvirði 15 - 25 milljarðar króna. Þáttaka í uppboðunum og réttur til að eiga innstæðubréfin takmarkast við innlendar innlánsstofnanir. Hægt er að leggja þau að veði gegn lánum í Seðlabankanum. Að hámarki er hægt að gera tilboð í 50% þess magns sem er í boði.


Tengdar fréttir

Seðlabankinn framlengir kreppuna

„Ég lít svo á að Seðlabankinn sé að ögra aðilum stöðuleikasáttmálans með þessari ákvörðun,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Hann segir að með ákvörðun sinni sé bankinn að framlengja kreppuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×