Handbolti

Enginn íslendingur í IHF

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Jóhann Ingi Gunnarsson.
Jóhann Ingi Gunnarsson. Fréttablaðið/Vilhelm
Enginn íslendingur mun starfa fyrir IHF, Alþjóða handknattleikssambandið á næstunni. Þrír voru í framboði til þess í upphafi.

Guðmundur Ágúst Ingvarsson sóttist eftir formannssætinu en dró framboð sitt til baka. Hassan Moustafa var endurkjörinn formaður í gær.

Gunnar K. Gunnarsson var í kjöri til gjaldkera IHF en hann hafnaði í 3.sæti. Framboð Jóhanns Inga Gunnarssonar í embætti formanns fræðslu- og útbreiðslunefndar var dregið til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×