Körfubolti

KR setti met með naumum sigri í Hólminum

Jakob Sigurðarson var atkvæðamestur í liði KR í kvöld
Jakob Sigurðarson var atkvæðamestur í liði KR í kvöld

KR varð í kvöld fyrsta liðið í sögu úrvalsdeildar karla til að vinna fimmtán fyrstu leiki sína á tímabilinu þegar liðið skellti Snæfelli 80-75 í hörkuleik í Stykkishólmi.

Jakob Sigurðarson var atkvæðamestur KR-inga í sóknarleiknum með 27 stig og Jón Anrór Stefánsson skoraði 17 stig. Lucius Wagner skoraði 21 stig fyrir Snæfell og Jón Jónsson 16 stig.

Stjarnan er áfram á beinu brautinni undir stjórn Teits Örlygssonar og í kvöld vann liðið 86-82 sigur á Tindastól í Ásgarði. Justin Shouse (21 stig, 10 stoðsendingar) og Jovan Zdravevski (21 stig) voru bestu menn Stjörnunnar en Friðrik Hreinsson skoraði 22 stig fyrir Tindastól og Svavar Birgisson og Darrell Flake skoruðu 16 stig.

Loks vann ÍR góðan sigur á Njarðvík á útivelli 88-76. Hreggviður Magnússon skoraði 19 stig fyrir ÍR og þeir Steinar Arason og Eiríkur Önundarson 18 hvor. Hjá Njarðvík var Friðrik Stefánsson bestur með 17 stig og 15 fráköst.

Staðan í Iceland Express deild karla






Fleiri fréttir

Sjá meira


×