Endurmat í skugga kreppu Sverrir Jakobsson skrifar 2. júní 2009 06:00 Haustið 2008, skömmu eftir að kreppan kom til Íslands af fullum þunga, kom út bók eftir Guðmund Magnússon, sem kallaðist Nýja Ísland. Í því riti, sem væntanlega var að stórum hluta ritað áður en áhrif kreppunnar komu fram, kemur fram hörð gagnrýni á hugmyndafræði „útrásarinnar" og misskiptingu auðs á Íslandi undir stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Einnig tekst höfundur á við klisjuna um að íslenskt samfélag hafi losnað úr einhverjum læðingi undanfarna áratugi. Fyrir 1990 hafi allt verið hér í niðurníðslu en síðan höfum við orðið frjáls í skjóli duglegra athafnamanna sem hafi sett punktinn yfir i-ið með hinni margmærðu útrás. Gagnrýni Guðmundar var athyglisverð fyrir þær sakir að hún var sett fram frá sjónarhóli hægrimanns, en vinstrimenn höfðu þá um nokkurt skeið sagt það sama. Undirritaður ritaði m.a. á vefritið Múrinn við áramót og 2005 og sagði þá: „Vel má vera að þessi klisja fái snöggan endi ef braskið á hinum erlendu mörkuðum ber ekki þann árangur sem að er stemmt." Það þurfti svo sem ekki mikla athyglisgáfu til að geta haft áhyggjur af því hvert stefndi. Þar nægði að vísa til reynslunnar af verðbréfaloftbólunni sem náði hámarki á árunum 1999-2000 og hruninu í kjölfarið. Staðreynd málsins er hins vegar sú að velti- og útrásartímabilið skilaði litlu til framfara á Íslandi. Á hinn bóginn voru árin 1945-1990 framfaraskeið sem á engan sinn líka í Íslandssögunni, þar með talið „haftaárin" svokölluðu á sjötta áratugnum og verðbólguárin á áttunda áratugnum. Mannfjöldi á Íslandi tvöfaldaðist á þessu tímabili en þó náðu þjóðartekjur á mann að þrefaldast. Sá hagvöxtur varð þrátt fyrir það að forverar athafnamannanna sem núna standa í útrás nytu ekki sömu skattfríðinda eða annarra forréttinda í boði ríkisvaldsins. Hann var að stórum hluta fjármagnaður af ríkisbönkunum sem síðan varð móðins að formæla. Á þessum tíma urðu landsmenn hávaxnari en áður hafði þekkst og lifðu lengur. Meðalævilíkur nýfæddra barna jukust um tæp 9 ár og ungbarnadauði minnkaði um 85%. Þessi árangur náðist m.a. með opinberri fjárfestingu í heilsugæslu og öðrum fyrirbyggjandi aðgerðum. Fjöldi lækna á íbúa tvöfaldaðist og Íslendingar urðu ein af langlífustu þjóðum í heimi. Almenn framhaldsmenntun var byggð upp á sáralitlum tíma í landi þar sem almenn skólaskylda var ennþá nýjung. Um 70% táninga á aldrinum 16-19 ára stunduðu ekki skólanám árið 1950 en árið 1990 hafði þetta snúist við. Hlutfall nemenda í framhaldsskóla var þá um 70% og um 45% árgangsins luku stúdentsprófi. Samhengið á milli menntunar og hagvaxtar var þá skýrt fyrir stjórnmálamönnum, sem voru sammála um að efla hið opinbera skólakerfi. Þessar framfarir voru meira eða minna fjármagnaðar með skattpeningum launafólks sem neitaði sér þess í stað um launahækkanir. Dagvinnulaun verkafólks í Reykjavík voru t.a.m. minni árið 1985 en 1945 (ef miðað er við raunlaun). Samt sem áður bötnuðu kjör fólks enda mælast þau ekki aðeins í því sem það fær í launaumslagið. Þetta má m.a. sjá af því árið 1945 voru matvörur 55% af heimilisútgjöldum, en árið 1990 var hlutfall þeirra þrefalt minna. Íslendingar greiddu vissulega hærri skatta en nutu líka sífellt vaxandi opinberrar þjónustu. Eftir 1990 fóru stjórnvöld hins vegar að ýta undir það að ákveðinn hópur manna ætti að fá að njóta þessarar uppbyggingar umfram aðra, stöndug ríkisfyrirtæki voru einkavædd og fengin í hendur fjármagnseigenda til að leika sér með þau. Af þessu átti svo að skapast aukin velsæld, í samræmi við kreddur nýfrjálshyggjunnar. Um tíma hélt líka vöxtur áfram á Íslandi en ekkert umfram það sem þekkst hafði alla 20. öldina. Munurinn er hins vegar sá að æ stærri hluti hans lenti í höndum fámenns hóps hinna vellauðugu. Þessir einstaklingar nutu aðdáunar fjölmiðlamanna og leiddu útrásina, að hluta til studdir af lánsfjármagni frá hinum nýeinkavæddu ríkisbönkum. Við Íslendingar höfum reynslu af hagvexti áranna fyrir 1990 sem var varið landsmönnum öllum til hagsbóta og vextinum eftir 1990 sem féll að verulegu leyti í hendur tekjuhæstu samfélagshópanna og reyndist að hluta til vera loftbóla sem nú hefur sprungið. Af þessari reynslu þarf að læra og hafa hana í huga við stefnumótun til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Haustið 2008, skömmu eftir að kreppan kom til Íslands af fullum þunga, kom út bók eftir Guðmund Magnússon, sem kallaðist Nýja Ísland. Í því riti, sem væntanlega var að stórum hluta ritað áður en áhrif kreppunnar komu fram, kemur fram hörð gagnrýni á hugmyndafræði „útrásarinnar" og misskiptingu auðs á Íslandi undir stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Einnig tekst höfundur á við klisjuna um að íslenskt samfélag hafi losnað úr einhverjum læðingi undanfarna áratugi. Fyrir 1990 hafi allt verið hér í niðurníðslu en síðan höfum við orðið frjáls í skjóli duglegra athafnamanna sem hafi sett punktinn yfir i-ið með hinni margmærðu útrás. Gagnrýni Guðmundar var athyglisverð fyrir þær sakir að hún var sett fram frá sjónarhóli hægrimanns, en vinstrimenn höfðu þá um nokkurt skeið sagt það sama. Undirritaður ritaði m.a. á vefritið Múrinn við áramót og 2005 og sagði þá: „Vel má vera að þessi klisja fái snöggan endi ef braskið á hinum erlendu mörkuðum ber ekki þann árangur sem að er stemmt." Það þurfti svo sem ekki mikla athyglisgáfu til að geta haft áhyggjur af því hvert stefndi. Þar nægði að vísa til reynslunnar af verðbréfaloftbólunni sem náði hámarki á árunum 1999-2000 og hruninu í kjölfarið. Staðreynd málsins er hins vegar sú að velti- og útrásartímabilið skilaði litlu til framfara á Íslandi. Á hinn bóginn voru árin 1945-1990 framfaraskeið sem á engan sinn líka í Íslandssögunni, þar með talið „haftaárin" svokölluðu á sjötta áratugnum og verðbólguárin á áttunda áratugnum. Mannfjöldi á Íslandi tvöfaldaðist á þessu tímabili en þó náðu þjóðartekjur á mann að þrefaldast. Sá hagvöxtur varð þrátt fyrir það að forverar athafnamannanna sem núna standa í útrás nytu ekki sömu skattfríðinda eða annarra forréttinda í boði ríkisvaldsins. Hann var að stórum hluta fjármagnaður af ríkisbönkunum sem síðan varð móðins að formæla. Á þessum tíma urðu landsmenn hávaxnari en áður hafði þekkst og lifðu lengur. Meðalævilíkur nýfæddra barna jukust um tæp 9 ár og ungbarnadauði minnkaði um 85%. Þessi árangur náðist m.a. með opinberri fjárfestingu í heilsugæslu og öðrum fyrirbyggjandi aðgerðum. Fjöldi lækna á íbúa tvöfaldaðist og Íslendingar urðu ein af langlífustu þjóðum í heimi. Almenn framhaldsmenntun var byggð upp á sáralitlum tíma í landi þar sem almenn skólaskylda var ennþá nýjung. Um 70% táninga á aldrinum 16-19 ára stunduðu ekki skólanám árið 1950 en árið 1990 hafði þetta snúist við. Hlutfall nemenda í framhaldsskóla var þá um 70% og um 45% árgangsins luku stúdentsprófi. Samhengið á milli menntunar og hagvaxtar var þá skýrt fyrir stjórnmálamönnum, sem voru sammála um að efla hið opinbera skólakerfi. Þessar framfarir voru meira eða minna fjármagnaðar með skattpeningum launafólks sem neitaði sér þess í stað um launahækkanir. Dagvinnulaun verkafólks í Reykjavík voru t.a.m. minni árið 1985 en 1945 (ef miðað er við raunlaun). Samt sem áður bötnuðu kjör fólks enda mælast þau ekki aðeins í því sem það fær í launaumslagið. Þetta má m.a. sjá af því árið 1945 voru matvörur 55% af heimilisútgjöldum, en árið 1990 var hlutfall þeirra þrefalt minna. Íslendingar greiddu vissulega hærri skatta en nutu líka sífellt vaxandi opinberrar þjónustu. Eftir 1990 fóru stjórnvöld hins vegar að ýta undir það að ákveðinn hópur manna ætti að fá að njóta þessarar uppbyggingar umfram aðra, stöndug ríkisfyrirtæki voru einkavædd og fengin í hendur fjármagnseigenda til að leika sér með þau. Af þessu átti svo að skapast aukin velsæld, í samræmi við kreddur nýfrjálshyggjunnar. Um tíma hélt líka vöxtur áfram á Íslandi en ekkert umfram það sem þekkst hafði alla 20. öldina. Munurinn er hins vegar sá að æ stærri hluti hans lenti í höndum fámenns hóps hinna vellauðugu. Þessir einstaklingar nutu aðdáunar fjölmiðlamanna og leiddu útrásina, að hluta til studdir af lánsfjármagni frá hinum nýeinkavæddu ríkisbönkum. Við Íslendingar höfum reynslu af hagvexti áranna fyrir 1990 sem var varið landsmönnum öllum til hagsbóta og vextinum eftir 1990 sem féll að verulegu leyti í hendur tekjuhæstu samfélagshópanna og reyndist að hluta til vera loftbóla sem nú hefur sprungið. Af þessari reynslu þarf að læra og hafa hana í huga við stefnumótun til framtíðar.