Körfubolti

Jón Arnór: KR-ingar eiga að vera þakklátir fyrir að hafa Benna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson og Benedikt Guðmundsson ræðast við í einu leikhléa KR.
Jón Arnór Stefánsson og Benedikt Guðmundsson ræðast við í einu leikhléa KR. Mynd/Vilhelm

Jón Arnór Stefánsson, besti leikmaður úrslitakeppninnar, vildu þakka þjálfaranum Benedikti Guðmundssyni að titilinn kom i hús í kvöld. Benedikt sagði eftir sigurinn í kvöld að hann væri hættur með liðið.

„Benni á þennan titil. Hann reif okkur upp eftir þriðja leikinn. Hann er alveg ótrúlega góður þjálfari og sýndi á sér nýja hlið eftir að við töpuðum þriðja leiknum. Hann sýndi sálfræðilega hlið á sér sem kom mjög á óvart og hjálpaði okkur þvílíkt mikið. Við þökkum honum kærlega fyrir þetta og KR-ingar eiga að vera þakklátir fyrir að hafa hann," sagði Jón Arnór.

„Við erum með geðveikt gott lið og ég er með fáránlega góða leikmenn í kringum mig.," sagði Jón Arnór sem tók það fram að bæði Jakob Sigurðarson og Helgi Már Magnússon hafði spilað veikir í leiknum.

Jakob byrjaði leikinn frábærlega og skaut KR-liðið í gang. „Við áttum Kobba inni, hann er búinn að stjórna þessu vel en hefur ekki verið að hitta skotunum," sagði Jón Arnór.

Jón Arnór þakkaði Miðjunni og öðrum KR-ingum fyrir stuðninginn. „Allt í kringum KR er frábært og við áttum skilið að vinna þetta," sagði Jón að lokum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×